Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Blaðsíða 15
15 með myndum hvers barns. Þetta var gert stuttu eftir myndatökuna og strax í kjölfar- ið settist rannsakandi með hverju barni og ræddi við það um myndirnar, spurði af hverju barnið myndaði þetta, hvað þetta væri o.s.frv. Þessi aðferð reyndist mikilvæg viðbót við hinar gagnaöflunaraðferðirnar. Ljós- myndunin gaf börnunum færi á nýjum frásagnarhætti og hinum fullorðna nýja aðferð við að hlusta, þ.e. ekki var einungis byggt á töluðu máli. Börnin gátu myndað það sem þau höfðu áhuga á og viðtölin, sem fylgdu í kjölfarið, voru frábrugðin öðrum viðtölum að því leyti að myndirnar stýrðu þeim. Börnin voru því ekki eingöngu spurð spurninga frá sjónarhóli fullorðinna. Það sýndi sig hins vegar í þessari rannsókn, eins og í fyrri rannsóknum, að ljósmyndir barnanna einar og sér gáfu takmarkaðar upp- lýsingar. Samtölin við börnin og útskýringar þeirra og túlkun á því sem var á mynd- unum og hvers vegna þau tóku þær skiptu meginmáli (Clark og Moss, 2001; Cook og Hess, 2003; Dockett og Perry, 2003; Hurworth, 2003; Jóhanna Einarsdóttir, 2005; Rasm- ussen, 1999; Rasmussen og Smidt, 2001, 2002). Greining gagna Gögnin voru að vissu marki greind samhliða gagnaöfluninni; einnig fór greining gagna fram eftir að gagnasöfnun lauk. Við greininguna var hafður sá háttur á að fyrst voru þau gögn sem safnað var með hverri aðferð tekin saman og þau kóðuð og flokkuð. Því næst voru niðurstöður úr öllum gagnasöfnunaraðferðunum bornar saman og sameiginleg þemu skoðuð. Teikningar barnanna og ljósmyndirnar voru flokkaðar og niðurstöður bornar saman við niðurstöður úr hinum aðferðunum. Viðtölin voru tekin upp á MP3-upptökutæki og afrituð á eftir. Eftir nákvæman lestur voru þau síðan sett inn í tölvuforritið NVivo sem notað er til að kóða og flokka gögnin í þemu og mynstur. Til að tryggja réttmæti og áreiðanleika var notuð margprófun aðferða, eins og fram kemur hér að framan, og sömuleiðis margprófun í greiningu gagna, þar sem tveir rannsakendur unnu úr gögnum hvor í sínu lagi. Við túlkun niðurstaðna eru notaðar beinar tilvitnanir og lýsingar til að gefa lesendum færi á að meta hvort greining og túlkun rannsakanda endurspeglar gögnin og veruleikann. niðurstöður Nám og kennsla í 1. bekk grunnskóla Þegar börnin voru spurð að því í viðtölunum hvers vegna þau væru í skóla var al- gengasta svarið að þau væru þar til að læra. Sum þeirra skilgreindu það ekki nánar en önnur sögðust vera í skóla til að læra að lesa, skrifa og reikna eins og fram kemur í umræðunum sem hér fara á eftir. R: Krakkar, af hverju eruð þið í skóla? Sif: af því að við þurfum að læra. R: Já, að læra? JÓHAnnA eInARSdÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.