Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 19
19
Guðbjartur: Já, ég er bara búinn að læra að vanda mig með indíána – ekki með hina
myndina, ég get bara vandað mig með indíána.
algengt var að börnin nefndu sérgreinar, svo sem sund, íþróttir og smíði, þegar þau
töluðu um það sem væri skemmtilegt í skólanum. Börnin í hópnum sem vísað er til
hér á eftir nefndu íþróttir, leikfimi, sund og smíði sem það skemmtilegasta sem þau
gerðu í skólanum, jafnvel þótt þau hefðu ekki reynslu af þessum greinum ennþá. Þetta
var eitthvað sem þau gerðu ráð fyrir að yrði skemmtilegt og þau höfðu fengið upplýs-
ingar frá öðrum um að svo væri.
R: Hvað finnst ykkur skemmtilegt í skólanum?
Bryndís: Það er í:::…þrótt…ir
R: íþróttir, en þér Guðfinna, hvað finnst þér skemmtilegt?
Guðfinna: íþróttir og sund.
R: Og sund?
Bryndís: íííþrótttir.
Guðfinna: Og smíði.
Bryndís: En við förum aldrei í smíði. í næstu viku erum við að fara í sund.
R: Já. Eruð þið ekki í sundi núna?
Báðar: Nei.
Bryndís: Og við höfum ekkert farið í smíði.
R: Farið þið í smíði líka þá?
Bryndís: Já.
…
R: En þér Hallur hvað finnst þér skemmtilegt?
Hallur: Ummm – í leikfimi og sundi.
Þegar börnin teiknuðu myndir af því sem þeim fannst skemmtilegt og leiðinlegt í
skólanum voru viðfangsefnin einnig fjölbreytt. Þau teiknuðu myndir úr frímínútum,
íþróttasalnum, af einstaka viðfangsefnum og námsgögnum. Myndirnar hér á eftir
sýna dæmi um það sem börnin teiknuðu.
Mynd 1 – frímínútur Mynd 2 – teikna Mynd 3 – tölvan
JÓHAnnA eInARSdÓTTIR