Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 26

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 26
26 2007; Griebel og Niesel, 2002, 2003; Pramling-Samuelsson, Klerfelt og Graneld, 1995). Börnin kvörtuðu ekki undan þessu fyrirkomulagi og tóku það sem gefið. Nokkrir drengir ræddu hins vegar af miklum þunga um þá aðferð sem kennarinn þeirra notaði til að halda aga. Þar upplifðu þeir sig áhrifalausa og vanmegnuga gagnvart ósanngjörnu kerfi. Því má halda fram að þessar niðurstöður stangist nokkuð á við áherslur í aðal- námskrá grunnskóla þar sem kveðið er á um að börn fái tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum (Menntamálaráðuneytið, 2006). Ef lýðræðisleg vinnubrögð með ungum börnum geta af sér lýðræðislegt þjóðfélag, eins og Moss (2007) og fleiri hafa bent á, vekja þessar niðurstöður upp efasemdir um hvort þarna sé í raun verið að ala börn upp til lýðræðislegrar þátttöku þar sem borin er virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum, fjölbreytileika, skapandi hugsun og forvitni (Moss, 2007). Rannsóknin byggist á því viðhorfi að börn hafi skoðanir á lífi sínu sem best sé að nálgast hjá þeim sjálfum. Þau eigi rétt á því að á þau sé hlustað og séu jafnframt hæf til að láta skoðanir sínar í ljós. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru byggðar á reynslu og viðhorfum 20 þátttakenda á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Ekki er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar; önnur börn á öðrum tíma – eða jafnvel sömu börn á öðrum tíma – gætu sett fram önnur sjónarmið. Einnig er rétt að hafa í huga að það getur verið erfiðara fyrir börn að láta í ljós sum viðhorf en önnur. Það getur t.d. verið auðveldara að sýna og segja frá því að það sé gaman að leika sér úti eða fara í íþróttahúsið en að tjá sig um mikilvægi þess að fá viðurkenningu kennarans. Takmarkanir rannsóknarinnar felast einnig í því að rannsakendur komu aðeins í heimsókn í stuttan tíma og fylgd- ust ekki með skólastarfinu eða leituðu skýringa hjá kennurum barnanna. En eins og fram hefur komið í öðrum rannsóknum upplifa kennarar sig einnig valdalitla og telja sig háða utanaðkomandi þáttum og viðhorfum samfélagsins um hvað þeir kenna og hvernig (Jóhanna Einarsdóttir, 2004). Niðurstöðurnar sýna hins vegar hvað þessum börnum er efst í huga þegar þau lýsa náminu í skólanum. Þær gefa vísbendingu um þá þætti sem börnum finnast mikilvægir við upphaf grunnskólagöngunnar og þær áherslur sem þau vilja sjá í skólastarfinu og ættu því að vera mikilvægur leiðarvísir fyrir þá sem fást við kennslu og stefnumótun á þessu skólastigi. „VIð megUm RÁðA þegAR VIð eRUm búIn með bækURnAR“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.