Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 50

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Page 50
50 gÓðUR kennAR I : ekki kynnst svo mörgum kennurum og geta niðurstöðurnar endurspeglað persónu- einkenni einstakra kennara þeirra að einhverju leyti. almennt er nemendum umhugað um að góður kennari geri öllum nemendum jafn hátt undir höfði og eigi hvorki uppáhaldsnemendur né dæmi einhvern fyrir fram, til dæmis af systkinum eða af fyrri framkomu. Niðurstöður spurningakönnunarinnar styðja þetta, þar sem átta af hverjum tíu nemendum voru sammála því að góður kenn- ari gerði ekki mannamun. En kennarinn er mannlegur og getur orðið á eins og nem- endum og þá finnst þeim áríðandi að hann geti viðurkennt mistök sín eins og fram kemur hjá þessum fjórtán ára nemanda: Mér finnst verst þegar hann biður mann aldrei fyrirgefningar. Eldri nemendurnir horfa einnig til kennslufræðilegra þátta í hugmyndum sínum um ókosti kennara og virðast síður sætta sig við en þeir yngri að kennarinn útskýri námsefnið ekki nógu vel. Að lokum Hvaða lærdóm má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar í viðleitninni til að efla og bæta samskipti í skólastarfi? Rauði þráðurinn í hugmyndum flestra nemenda er léttleiki kennarans og góð lund, sveigjanleiki og fagkunnátta, virðing og sanngirni en þeir vilja líka aga, aga sem einkennist af hæfilegri blöndu gleði og alvöru. Nemend- urnir vilja læra en hafa um leið svolítið gaman, eða eins og einn fjórtán ára nemandi sagði: Kennari sem tekur skólann ekki of alvarlega heldur er kannski stundum að grínast með krökkunum og gera skólann ekki að stað sem maður verður að vera á, heldur að stað sem manni líður vel á til að hitta vini og læra eitthvað skemmtilegt. Helsta gildi rannsóknarinnar felst í því að sjónarmið, hugmyndir og væntingar tveggja aldurshópa nemenda til kennara koma skýrt fram. Niðurstöðurnar má nýta til að styrkja jákvæð samskipti nemenda og kennara og auka þannig líkur á betri líðan nemenda og bættum árangri þeirra í skóla og um leið farsælu skólastarfi. Niðurstöð- urnar geta einnig nýst kennurum og öðrum þeim sem koma að starfi með börnum og unglingum þegar skólastarfið er ígrundað, þ.e. þegar þeir íhuga viðhorf sín til nem- enda og viðmót, áherslur í starfi og kennsluaðferðir. Rannsóknin vekur jafnframt nýjar spurningar. í fyrsta lagi hefði verið fróðlegt að átta sig betur á hugmyndum nemenda um fleira sem lýtur að samskiptum í skóla- starfi, t.d. mikilvægi trausts og vináttu. í öðru lagi hefði verið athyglisvert að huga betur að skólamenningunni í þessum tveimur skólum og skoða nánar hefðir, venjur og samsetningu kennarahópsins með tilliti til aldurs, kyns, menntunar og kennslu- reynslu. í þriðja lagi hefði verið forvitnilegt að kanna og bera saman viðhorf nemenda annars vegar í hefðbundnu bekkjarkerfi og hins vegar í kerfi þar sem lögð er áhersla á samkennslu margra árganga eða námshópa. Mikilvægt er að fræðsluyfirvöld og skólafólk sé meðvitað um mikilvægi góðra samskipta fyrir heill nemenda í samtíð og framtíð og stuðli á markvissan hátt að því að efla samskiptahæfni nemenda og skapa góðan skólabrag. Fjöldi kennara gerir sér grein fyrir mikilvægi þessa (Sigrún aðalbjarnardóttir, 2007) en oft getur verið gott að láta hnippa aðeins í sig. Ekki síst er brýnt fyrir kennara að hafa sífellt í huga hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.