Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 68

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 68
68 STARFSHæFnI kennARA Hvers konar hæfni? Áður voru dregnar ályktanir um æskilega starfshæfni frá sjónarhóli kennaranemanna sem tóku þátt í rannsókninni. Ef niðurstöður eru á hinn bóginn skoðaðar í ljósi fræði- legra skilgreininga á starfshæfni og fagmennsku kennara og rannsókna á persónulegri hæfni kennara verður myndin af „æskilegri” starfshæfni verðandi kennara öðruvísi og mun blæbrigðaríkari. Starfshæfni kennara skilgreindi ég í upphafi greinarinnar sem þekkingu, færni og eiginleika sem kennarar eru færir um að beita í starfi á markvissan og viðurkenndan hátt miðað við aðstæður, félagslegt samhengi og fagleg viðmið. Miðað við þessa skilgreiningu nægir ekki að nemarnir tileinki sér þekkingu; þeir verða að vera færir um að deila þekkingunni með öðrum og beita henni í starfi með faglegum hætti. Nemarnir hafa t.d. tileinkað sér vitneskju um kennarahlutverkið. Sam- kvæmt skilgreiningu Vygotsky er námsferlinu ekki þar með lokið; þeir hafa innhverft menningarlega vitneskju en eru ekki endilega færir um að breiða hana út og móta. Vald á faglegu tungutaki starfsins er ein forsenda þess að svo megi verða (Vygotsky, 1978). auk þess er hæfnin háð sjálfstrausti eða því að einstaklingurinn hafi trú á eigin getu til að ráða við viðfangsefnin (Bandura, 1997). Hvað varðar fagleg viðmið þá er ábyrgðin á menntun og þroska nemendanna kjarni fagmennskunnar (Dale, 2003) og því er haldið fram að slík ábyrgð sé víðtækari nú en fyrir nokkrum áratugum (Hargreaves, 1998; Klette, 2002). Slík ábyrgð er ekki mjög sýnileg í svörum nemanna og ekki heldur sjálfstraust (Brekke, 2008; Søndenå, 2008). Spurningar vakna um það hvort persónulegt öryggisleysi nemanna sé það mikið að þeir séu uppteknari af eigin frammistöðu en af námi og aðstæðum nemenda sinna. í skilgreiningu minni á „persónulegri hlið“ starfshæfninnar vísa ég til mannlegra eiginleika sem tengjast kennarahlutverkinu og hægt er að hafa áhrif á með kennaramenntun. í framangreindum niðurstöðum hefur slíkum eiginleikum verið lýst – þ.e. frá sjónarhóli kennaranema sem eru að ljúka fyrsta starfsári. Ef skoðaðar eru niðurstöður rannsókna Laursen (2004) á þeim mannlegu eiginleikum sem útvaldir, reyndir kennarar telja mikilvægasta fyrir kennara, þá eru það einlægni, áhugi, virðing fyrir börnum og fyrir eigin gildum og geta til að láta slík gildi móta eigið starf. Lýsingar kennaranemanna eiga sumt sameiginlegt með þessum eiginleikum, m.a. virðinguna fyrir börnum. En þá skortir líka ýmsa þessara eiginleika enda eru þeir fyrsta árs nemar. Þeir virðast eiga langt í land með að geta látið eigin gildi hafa áhrif á starfið þar sem þeir eru uppteknir af því að tileinka sér vitneskju og viðmið um kennarahlutverkið, m.a. um það hvernig þeir eigi að haga sér í starfinu. Samkvæmt rannsóknum anne Edwards og félaga þurfa kennaranemar að læra að lifa sig inn í hugarheim nemenda sinna og mynda tilfinningatengsl við þá og jafnframt að bregðast fagmannlega við athöfnum og túlkunum nemenda sinna. Ekki nægir að öðlast skilning á sjálfum sér, skilningurinn á öðrum er kjarni fagmennskunnar. Og ekki nægir að tileinka sér slíkan skilning, miklu skiptir að geta rætt æskilegar athafnir og viðbrögð í starfinu og lært með öðrum (Edwards, 1998, 2005; Edwards og D’arcy, 2004). Hið faglega tungutak skiptir þess vegna miklu máli. Nemarnir þurfa líka að læra að virða og nýta framlag annarra í samvinnu um viðfangsefni og deila ábyrgð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.