Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 20
14
M O R G U N N
langar leiðir og gegnum fasta fyrirstöðu. Þá virðist svo,
sem annaðhvort sé hlutnum, sem fluttur er, eða fyrir-
stöðunni, eins og til dæmis vegg, breytt í eitthvert á-
stand, sem vér vitum ekki hvert er. Það er þetta, sem
nefnt er aflíkamning. Vér getum tæplega neitt um það
fullyrt, hvort þetta er réttnefni, hvort það er í raun og
veru það, sem nafnið bendir á, er fram fer. En ef vér
höfum þekkingu á þessum efnum, þá getum vér naum-
ast komist að annari ályktun en þeirri, að þetta gerist.
Vitnisburðirnir eru þar svo margir og samhljóða. Svo
ólíklegt sem þetta fyrirbrigði er á núverandi þekkingar-
stigi voru, þá hafa menn neyðst til að trúa því. Mér verð-
ur, til dæmis að taka, ekki talin trú um ])að, að mér hafi
skjátlast, þegar eg, ásamt nokkrum öðrum mönnum, at-
hugaði ]>að, að annar handleggurinn á Indriða Indriða-
syni var um stund óskynjanlegur. Sama munu þeir segja,
sem athuguðu fótahvarfið á fundinum í Helsingfors hjá
Madame d’Espérance. Svo mætti halda lengi áfram. Og^
flutningar á hlutum gegnum heil efni eru tiltölulega svo
algeng fyrirbrigði, að n’aumast verður um það deilt með
skynsemd, hvort þeir gerist eða ekki.
Svar sálarrannsóknanna um líkindin fyrir því, a&
líkami Jesú hafi horfið úr gröfinni með yfirvenjulegum
hætti, verður þá það, að fyrirbrigði hafa gerst, sem virð-
ast benda í sömu átt. Þessi fyrirbrigði eru svo ramlega
sönnuð, að þau veita oss mikilsverða hjálp til þess að trúa
því, að frásagnirnar séu sannar um tómu gröfina. En
]>au hjálpa oss ekki til neinna réttmætra fullyrðinga um
það, í hverju skyni líkaminn hafi verið úr gröfinni num-
inn. Menn gera sér líka mismunandi hugmyndir um það.
Eg hefi séð suma halda því fram, að það hafi verið al-
veg nauðsynlegt að láta líkamann hverfa, vegna þess
að hugmyndir Gyðinga um framhaldslífið hafi verið svo
mjög bundnar við hinn jarðneska líkama; þeim hafi
ekki getað skilist það, að maðurinn lifði fullu lífi, ef
þeir vissu af andvana líkamanum. Aðrir hafa hugsað