Morgunn - 01.06.1942, Síða 12
6
MORGUNN
cláið og verið grafinn í pólska smábænum Chelm, v»gna
þess, að sökum óeirða í landinu hafði ekki verið unnt
að flytja lík hans til greftrunar í grafreit ættarinnar.
Að kveldi dags, fyrir orustuna við Grochow, eina af
þýðingarmestu orustum ófriðarins, lá faðir minn í tjaldi
sínu. Dreymdi hann þá, að hann sæi gamlan mann koma
inn í tjaldið og þekkti af myndum, að þar var kominn
afi hans. Hann bar gamaldags, pólskan búning, og var
í gulum stígvélum. -— Draugurinn — ef nefna má gest-
inn slíku nafni — settist við rum föður míns, beindi orð-
um sínum að honum og sagðist vera afi hans. Hann sagði,
að uppreisnarmenn hefðu þessa nótt brotizt inn í graf-
hvelfinguna, þar sem líkami sinn væri geymdur, þeir
hefðu tekið líkið úr kistunni og reist það upp að vegg.
Hann hvatti föður minn til að fara til Chelm og flytja
lík sitt þaðan til ættargrafreitsins og reisa síðan krossa
á tveim tilteknum stöðum í minning sína. Hann bætti
því enn fremur við, að faðir minn mundi verða sár í or-
ustunni á næsta degi. Næsta dag var orustan mikla háð
og faðir minn hlaut alvarlegt sár á annan fótinn. Hann
var mjög lengi veikur og þótt undarlegt megi heita,
gleymdi hann drauminum. Rúmlega tíu árum síðar bar
svo við, að hann var staddur í bænum Chelm og var þá
í fylgd með Franz Jósep, Austurríkiskeisara. Fór hann
þá til að skoða kirkjuna í bænum og lét opna fyrir sig
grafhvelfinguna. En þegar henni hafði verið lokið upp,
sá hann þar lík afa síns liggja eins og reist upp að vegg,
í sömu fötunum og sömu slitnu stígvélunum sem hann
hafði séð hann í, í draumi, fyrir tíu árum. Hann lét nú
flytja líkið burt og jarðsetja það á jarðeign sinni og
krossarnir tveir voru nú reistir, þeir standa enn í dag
til minningar um atburð, sem vægast sagt er einkenni-
legur“.
I öllum löndum heims er til mesti sægur af vel vott-
festum uraumum, sem á engan annan hátt verða skýrðir
er. svo, að þeim valdi framliðnir menn, sem lifa enn og