Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 64
-58
MORGUNN
irbrigði hennar, og hið síðar nefnda tímarit hefir birt
tylftir af svo merkilegum myndum af fyrirbrigðunum,
að þær eru vissulega meðal þess allra merkasta, sem
til er af því tagi.
í Boston fékk ég hinar alúðlegustu viðtökur. Ég bjó
ekki heima hjá Crandons-hjónunum, enda þótt þ!au byðu
mér það, en ég þáði frjálsan aðgang að húsi þeirra, hve-
nær dags sem var og hvort sem þau væru heima eða ekki.
3>etta notaði ég mér í ríkum mæli til að fara ítarlega í
■gegnum hinar geisilega umfangsmiklu fundarskýrslur,
sem voru undirskrifaðar í sérhvert sinn af fundarmönn-
unum, og til að rannsaka hinn mikla fjölda Ijósmynda,
sem teknar höfðu verið með alls konar myndavélum á
fundunum hjá ,,Margerý“. Ég fékk bar tækifæri til að
tala við hinn alkunna lækni, dr. Mark Richardson, sem
var stöðugur samstarfsmaður Crandons-hringsins, ó-
þreytandi í að finna ný og ný tæki til rannsóknanna og
í því starfi langtum slyngari en allir gagnrýnendurnir
svo kölluðu. Dr. Richardson fann einnig upp merkilega
vél, sem notuð var við rannsóknir á hinum sjálfstæðu
röddum. Ég hitti þarna einnig hr. E. E. Dudley, blaða-
manninn, sem gerði skýrslurnar, Malcolm Bird, rann-
sóknastjóra Ameríska Sálarrannsóknafélagsins, sem rit-
aði hina miklu og ágætu bók um miðilsfyrirbrigðin hjá
,,Margery“, og ýmsa aðra, sem veittu mér mikilsverðar
upplýsingar um starfsaðferðir Crandon-hringsins. Heim-
ilið, með sínu dýrmæta bókasafni og samböndum við all-
an heiminn um þessi efni, var sannkölluð sálræn miðstöð
og dr. Crandon hélt einkaritara, sem vann öllum dögum
að bréfaskriftum, skýrslugerðum og myndaathugunum,
og var þetta allt gert með þeim fullkomnasta hætti, sem
þekkist. Frú Crandon var óvenjulega mikil húsmóðir,
heimili hennar var fallegt, þar var engin vanræksla um
neitt og gestris,ni hennar við hvern, sem að garði bar,
var takmarkalaus. Hún ók bílnum sínum sjálf, naut lífs-
ins með vinum sínum, eins og aðstaða hennar í þjóðfé-