Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 70
64
M O R G U N N
Á síðari árum dofnaði mjög yfir hæfileikum „Marg-
v.ry“ til líkamlegra fyrirbrigða, en bæði Thorogood og
hr. Button frá Ameríska Sálarrannsóknafélaginu, héldu
áfram margháttuðum tilraunum, en fáar skýrslur hafa
verið opinberlega birtar um þær. Ég vona, að sá dagur
komi, að vér fáum fullnaðarskýrslur um þessar rann-
sóknir og að hinu mikla safni frumskýrslna og ljósmynda
verði haldið vandlega saman, svo að úr þeim megi vinna
til fullnustu í framtíðinni.
Dr. Crandon hvarf af þessum heimi á síðast liðnu ári,
og nú er ,,Margery“, rúmlega fimmtug, farin sömu leið.
Svaraði nú allt þeirra mikla erfiði kostnaði? Vissu-
iega! Köllunarverk brautryðjendanna er, að ryðja veg-
inn gegn um myrkviði gamalla hleypidóma, en ekki það,
að byggja borgina. Nöfn þeirra eru hjá oss skráð á nafna-
lista þeirra, sem lagt hafa veginn. Starf þeirra var e. t. v.
ófullkomið á einhverja lund, en það var af hendi leyst
með undraverðum dugnaði og þolgæði. Miðilsgáfan hef-
ir verið sönnuð rækilega, en enn þá erum vér ekki kom-
ín að fastri niðurstöðu um, hvernig hið vitandi (con-
scious) og hið óvitandi (unconscious) blandast saman í
ávöxtum hennar. Hún er fíngerðasta gáfan, sem vér
þekkjum, en þó eru hvorki vísindamenn vorir né sál-
fræðingar enn farnir að búa sig til að þekkja hana.
Hvað sjálfri mér við kemur, heiðra ég minning þess-
arra verkamanna, sem hafa hætt heiðri sínum og heilsu
til þess að færa mannkyninu „meira ljós“. Fylgjum öll
staðreyndunum, hvert sem þær kunna að leiða okkur“.
Mig langar til að bæta að eins fáum orðum við þessa
ágætu minningargrein frú Hewat McKenzie.
Af því, sem greinin hermir frá, er yður að nokkru
Ijóst, það geisilega þýðingarmikla og óeigingjarna starf,
sem hin ágætu læknishjón í Boston leystu af hendi í þágu
sálarrannsóknanna. Greinarhöfundur segir minnst frá
þeim erfiðleikum, sem hin göfugu hjón áttu við að stríða.