Morgunn


Morgunn - 01.06.1942, Page 90

Morgunn - 01.06.1942, Page 90
84 M O RG UNN anirnar fyrir sjálfstæði mannssálarinnar og tilveru henn- ar eftir líkamsdauðann. Þeirrar skoðunar eru ýmsir af kunnustu sálarrannsóknamönnum nútímans. — Einn þeirra, sem mikið hefir ritað um þessi efni er ítalski vísindamaðurinn, Ernesto Bossano. Hann heldur því mjög eindregið fr|am, að hin hug- eða sálrænu fyrirbrigði (animistic phenomena) sanni tvímælalaust sjálfstæði mannssálarinnar og persónulegt framhaldslíf að loknum líkamsdauðanum. Ég hefi ráðizt í að kynna yður skoðan- ir þessa nafnkunna vísindamanns, og þau rök, sem hann færjr fyrir þeim. Styðst ég þar við bók hans, „Discarnate Influence in Human Life“, sem út kom 1938. Hér verð- ur þó um endursögn að ræða, en ekki þýðingu. Það er sönnuð staðreynd, að í sálarlífi mannanna bregður iðulega fyrir skyndileiftrum óvenjulegra og jafnframt mjög fullkominna skynhæfileika. Starfsemi þeirra veldur ýmsum fyrirbrigðum á starfssviði vöku- vitundarinnar. Kunnust þeirra eru t. d. dulheyrn, dul- skynjun, skyggni, fjarskyggni í fortíð, nútíð og fram- tíð, huglestur og hugsanaflutningur. Menn greinir mjög á um orsakir þessara óvenjulegu og dularfullu skynhæfi- leika vitundarlífsins. Þeir, sem ekki vilja fallast á and- lega orsök þeirra, leitast við að sanna, að þeir séu af sömu rótum runnir og venjulegir skynhæfileikar líf- veranna, t. d. sjón og heyrn. Orsök þeirra og tilefni sé að finna í líffræðilegri þróun tegundanna gegnum aldirnar. Staðhæfingin um að þessu sé svona farið leysir málið í raun og veru að dómi þeirra manna, sem þannig álykta. Með hana að forsendu telja þeir sér heimilt að skýra tilefni og orsakir áðurnefndra fyrirbrigða að eigin geð- þótta, að svo miklu leyti, sem þetta verður ekki skýrt með hliðsjón af skýringatilgátum efnisvísindanna. „Svo langt hafa menn komizt i öfgum slíkra skýringatilrauna, að undirvitundinni er stundum tileinkuð guðdómleg al- vizka eða alskyggni", segir Bossano á einum stað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.