Morgunn - 01.06.1942, Page 107
M O R G U N N
101
í sálarlífi kynslóðanna í umbúðum nýrra líkamlegra
skilningarvita.
Önnur hugsanleg mótbára gegn áðurgreindum álykt-
unum og skoðunum kann að verða þessi: Það er stað-
reynd, að menn, sem sálrænum hæfileikum eru búnir
lesa einatt ritað eða prentað mál gegnum ógagnsæjar
umbúðir. Þegar þetta gerist þá eru hlutræn áhrif frá
umhverfinu að berast inn í vitund hans gegnum áður-
greinda hæfileika. Þetta sýnir að slíkar dulskynjanir
vitundarlífsins gerist með sama hætti og venjuleg starf-
semi skynjanalífsins, en ekki gagnstætt. Þegar þetta sé
athugað, þá liggi í augum uppi, að ekki sé rétt að halda
því fram, að lögmál líffræðilegrar þróunar og samstill-
ing við umhverfið geti ekki haft áhrif á starfsemi dul-
skynjunarhæfileika vitundarlífsins. Þessu til andsvara
skal bent á það fyrst og fremst, að þetta fyrirbrigði hefir
mjög hæpið eða vafasamt gildi í fræðilegum skilningi.
Veldur mestu þar um, að ekki er útilokað að augað
kunni að vera næmt fyrir x-geislum. Próf. Bazzano seg-
ist. þó vera þeirrar skoðunar, að slík skýring sé röng. I
sambandi við þetta einkennilega fyrirbrigði leiðir Bozz-
ano aftur athygli að því, að athuganir á þessum hæfi-
leika sanni, að innri áhrifaverkanir séu orsök þess, en
afsanni að ytri áhrif komi þar til greina. Hann heldur
því fram, að það sé hinn raunverulegi andlegi persónu-
leikur, sem sjái og flytji lesmál það eða efni þess, sem
í umbúðunum er varðveitt yfir á dagvitundarsvið eðlis
síns. Þá er það og athyglisvert, að viðtakandinn skynjar
venjulegast þekkingaratriði þau, er í umbúðunum hefir
^erið komið fyrir, með óbeinum hætti. Til frekari rök-
stuðnings þessari skýringartilgátu vitnar Bozzano til
séstakrar ritgerðar eftir sig um þess konar fyrirbrigði.
(Phenomena of Telesthesia). Ritgerð þessa hefi ég ekki
séð, en í áðurnefdri bók sinni segir hann frá einu slíku
atviki, sem þar er getið. Majór Buckle, sem tólc þátt
í slíkum rannsóknum, segir frá því, að hann hafi eitt sinn