Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 120
114
M O R G UNN
mannlcgu máli, sem valdið hefir og veldur eins mikilll
og sárri sálarangist eins og það, sem nefnt er ,,dauði“,,
hvort heldur er mannanna sjálfra eða þó í enn ríkari
mælj dauði hjartfólgnustu ástvina, þegar sársaukinn
og hugarkvölin er sterkari en orð fá lýst og ég þarf
cl.ki að útmála. — En mér vitanlega hefir heldur ekk-
ert komið fram í sögu eða á sviði mannlegs anda, sem
cins öruggt hefir reynzt, til þess að útrýma þeirri kvöl
og angist, eins og sálarrannsóknirnar, og segi ég þetta
siður en svo til niðrunar því, sem trú og kristindómur
hefir í því efni áorkað. En þar hefir vantað þetta, sem
mannkynið í heild sýnilega má ekki án vera, það er
sannanir, sem ekki verður lengur komizt hjá að taka
gildar. Þær sannanir eru niðurstaða sálarrannsóknanna
og markmið sálarrannsóknaféla,gsins.
En þeir sjálfbirgingar, sem ég hefi í huga, hugsa sér
líklega, að það sé einhver heigulsháttur eðia hjartveiki,
að reyna að fá þær sannanir og miðla þeim til annara.
Að svo sé ekki, ætlast ég til að sagan sýni, sem ég lofaði í
upphafi, og verð ég nú að koma að henni og má ekki
hafa þennan formála lengri. Ef til vill orðinn of langur
þótt efni sé ekki tæmt.
Þið munuð kannast við dularfulla mianninn frá 1. h.
Morguns 1941, bls. 89. Hann var nefndur svo, af því,
að hann fór svo dult með nafn sitt, að enginn vissi hver
hann var. Ritstjóri Psychic News skýrir frá, að hann sá
hann tárfella, er hann fékk sönnun á miðilsfundi fyrir
að látinn sonur hans liíði. Nú telcur hann sjálfur til máls:
Þar sem ritstjóri Psychic News hefir að nokkru kynnt
mig fyrir lesendum blaðsins, þykir mér það skylt að bæta
nokkru við það, sem hann hefir ritað. Hann getur ekki,
þótt hann hefði viljað, beðið mig um að gjöra það, þar
sem hann veit ekki hver ég er. Hann segir, að í Leeds'
sé ég kallaður „dularfulli maðurinn". Ég lét ekki upp-
skátt hver ég væri, af því að einungis með því að vera