Morgunn - 01.06.1942, Side 130
124
M O R G U N N
Á víð og dreif.
Eftir ritstjórann.
í þessum smágreinaflokki síðasta heftis ,,Morguns“
var lauslega að því vikið, sem gerðist á fundi Suður-
iandsdeildar Prestafélags íslands, er haldinn var að
Eyrarbakka, þar sem Sigurður Einarsson
Kirkjufundir. gerði hina dæmlalaust ósmekklegu árás á
séra Harald heitinn Níelsson. ,,Morgunn“
minntist þess í því sambandi, að það væri nokkuð hæp-
ið, að þetta væri rétta leiðin til viðreisnar kirkjunni í
landinu, og hann efar einnig það, að sumt af því, sem
fram fór á hinum almenna kirkjufundi, sem hlaldinn var
í Reykjavík í október síðastliðnum, horfi til slíkrar við-
reisnar. Fundarsetningarræðuna flutti Gísli sýslumaður
Sveinsson, sem reynzt hefir áhugamaður mikill um þessa
„almennu kirkjufundi“. 1 ræðu hans var ýmislegt, sem
allir kristnir menn eru sammála um. En þar, sem hiann
víkur að sönnunum sálarrannsóknanna, í niðurlagi er-
indisins, er ,,Morgunn“ honum ekki sammála.
Sýslumaðurinn scgir þar m. a.: „Að hinu leytinu er
það einnig öndvert þeirri barnslegu trú, sem ein hefir
fyrirheitið, að telja þess í sjálfu sér nokkra nauðsyn,
lað menn safni, mcð hinum og þessum mannlegum til-
tektum, oftast eðlilega næsta ófullkomnum og óáreiðan-
legum, því, sem kalla mætti „eilífðarsönnunum““ (þ. e.
sönnunum fyrir öðru lífi) það má gera ráð fyrir, að
sýslumaðurinn telji postulana munu hafa haft „hina
barnslegu trú“. Kristur var, að því er guðspjöllin herma,
búinn að segja þeim fyrir, að hann mundi lifa líkams-
dauðann, en þeirra „barnslega trú“ reyndist þó ekki
haldbetri en svo, að kristnin mundi nú sennilega ekki
vera til á jörðunni, ef meistarinn hefði ekki komið til