Morgunn - 01.06.1942, Page 81
M O R G U N N
75
Þegar við komum til London, spurði presturinn okkur,
l’.vort okkur stæði ekki á sama þó ekið væri í leiðinni
í vissa götu, sem hann nefndi, svo að bifreiðarstjórinn
gæti heilsað konu sinni, og var það gert. Green var stutta
stund inni, áður en hann kom út með símskeyti í hend-
inni, sem tilkynnti, að Ernest, mágur hans, hefði and-
azt skyndilega þá um morguninn.
Mér þætti fróðlegt a§ vita, hvernig menn fara að
því að skýra þetta sem fjarhrif, eða hugsanaflutning.
ekkert okkar, nema bílstjórinn einn, vissi um að Ernest
væri til, og hann hafði enga hugmynd um, að hann
væri dáinn, þegar ég sá hann 1 bifreiðinni um morg-
i-ninn',.
Blessun myrkursins.
,,Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn“, segir Páll
postuli í lofsöngnum fræga um kærleikann, en sem full-
tíða maður segist hann hafa lagt barnaskapinn niður.
Það kann þó að vera að nokkru ofmælt hjá hinum stór-
mikla postula og speking, og víst er það, að í ýmsu töl-
um vér enn eins og börn, hugsum eins og börn og álykt-
um eins og börn.
Þetta kemur m. a. fram í því, hvernig vér tölum um
myrkríS. 1 málvenju aíl flestra þjóða, mun myrkrið vera
tákn hins illa, ímynd hins óhreina og lága. Þessi^ hug-
mynd er arfur frá hinu frumstæða lífi mannsins, sem
í umkomuleysi sínu og þekkingarleysi óttaðist myrkrið,
sem í sínum dulræðu djúpum geymdi öfl, er honum
voru óviðráðanleg og óþekkt.
En með vaxandi þroska og þekking á maðurinn að
leggja þennan barnaskap niður, og þó höfum vér ekki