Morgunn - 01.06.1942, Síða 93
M O R G U N N
87
l)að sönnuð staðreynd, að lífverur þær, sem lakar reyn-
•ast hæfileikum búnar í lífsbaráttunni, verða að þoka fyr-
ir þeim, er betur standa þar að vígi. Gjörendur líffræði-
iegrar þróunar'eru því í fyrsta lagi lögmál hinna sjálf-
virku breytinga á úrval náttúrunnar. Þróunarlögmálið
leiðir því til stöðugrar endursköpunar á liffæi’akerfinu
ng gerð einstakra líffæra. Þannig koma fram nýir og
nýir hæfileikar, sem bezt fá fullnægt þörfum lífveranna
í því umhverfi, er þær ala aldur sinn.
1 fyrstu tilgátuskýringunni er það staðhæft, ,,að ó-
venjulegir skynhæfileikar vitundarlífsins bendi aðeins
til mjög frumstæðra skynhæfileika, sem náttúruvalið
hafi þegar að mestu kæft eða að engu gert, sökum l'ess
að þeir hafi reynzt til einskis nýtir í líffræðilegri þróun
tegundanna". Þegar staðhæfing þessi er íhuguð út frá
lögmáli líffræðilegrar þróunar, liggur það í augum uppi
að hún er í beinni andstöðu við staðreyndir þess þróun-
arlögmáls. Þetta er auðsætt, ef vér gerum oss grein fyr-
ir því, sem öðru fremur hefir einkennt og einkennir bar-
áttu mannkynsins fyrir tilveru sinni að fornu og nýju.
Nemum eitt augnablik staðar hjá villimannahöfðingj-
anum, sem brýtur heilann um áform og fyrirætlanir
óvinar síns. Skyggnumst um í bækistöðvum nútíma hers-
höfðingja, sem reyna með öllu móti ía.ð komast eftir
áformum og fyrirætlunum óvinahersins. Lítum aðeins inn
til einræðisherrans, sem vakir yfir orðum og athöfnum
tungumjúkra gæðinga sinna. Hverfum þaðan til dóm-
arans, sem beitir allri hugsanaorku sinni til að komast
«ftir leyndarmálum sakborningsins. Virðum fyrir oss fé-
sýslumanninn, sem stöðugt reynir til að hrifsa feitan
bita frá keppinaut sínum, stjórnmálamanninn, sem stöð-
ugt veltir fyrir sér hvaða kænskubrögðum andstæðingar
hans muni beita í bardaganum. Þekkirðu ekki afbrýðis-
saman eiginmann, er leitast við að lesa sektarjátningu
hugsanlega ótrúrrar eiginkonu út úr augum hennar og
svip, eða ástfanginn mann, sem stöðugt er á verði vegna