Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 100
94
MORGUNN
kvaðst hann hafa misst meðvitund og- ekki munað neitt
fyrr en hann hefði opnað augun í rúmi sínu. Maður ’pessl
var áður sannfærður um, að spiritistiska skoðunin væri
rétt, en hann sagðist aldrei áður hafa orðið neins slíks
var.
Þessi fáu dæmi verða að nægja, þó að af rtógu slíku sé
að taka. Vottfestar og vandlega athugaðar frásagnir af
hliðstæðum atvikum skipta hundruðum. Og hve mörg
munu þau þá ekki, sem aldrei hafa verið skráð, en
'nverfa í þögnina með þeim er reynt hafa? Þessi atvik
sýna ótvírætt, að það er staðreynd í lífi mannanna, að
af og til bregður fyrir í stai'fsemi vitundarlífs þeirra
óvenjulegum skynhæfileikum, sem fullkomnari eru þeim
venjulegu. Ómögulegt virðist að hugsa sér, að höfuð-
högg, bylta, yfirlið, dásvæfing eða meðvitundarleysi af
einhverjum orsökum skapi slíka skynhæfileika úr engu.
Vér hljótum því að álykta, að þessir dularfullu skyn-
hæfileikar leynist í undii*vitund hvers og eins. Áður-
greindar orsakir sýnast deyfa eða jafnvel rjúfa um
stundarsakir skynsamband dagvitundarinnar við um-
hverfið hjá sumum einstaklingum. Þessir dulárfullu
skynhæfileikar virðast nota sér áorðnar truflanir í starf-
semi vitundarlífsins og grípa tækifærið til að gægjast
”fir landamærin, ef svo má að orði komast, og seilast um
hríð til valda á starfssviði venjulegra skynhæfileika.
Þegar vér íhugum áðurgreindar staðreyndir og ályktan-
ir þær, sem réttmætt er að draga af þeim, þá er auðsætt
að engum er unnt að fullyrða, að þessir dularfullu skyn-
hæfileikar Ieynist ekki í vitund hans. Það eina, sem
unnt er að fullyrða fyrir einstaklinginn, er að hann hafi
aldrei orðið þeirra var í starfsemi vitundarlífs síns. Þá
er það og sönnuð staðreynd, að þessara dularfullu hæfi-
leika gætir mjög í vitundarlífi þeírra karla og kvenna,
sem miðlar eru nefndir. Það, er skilur miðlana og þá,
sem eru það ekki, er það eitt, að samgöngrrr ar milli vit-