Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
um eða fundarmönnum, að berast slíkt inn á vitund sína
annars staðar frá? Ég hefi allra þeirra eigin orð fyrir
því, nema Hjálmars, að þau hafi aldrei stígið fæti á
Eskifjarðar lóð. Hjálmar hefir að líkindum komið þar,
ég yeit það ekki, en hann kannaðist ekki við neitt, er
fram kom á fundinum viðvíkjandi hinum framliðna
rnanni.
Því næst er það bréfið frá foreldrum piltsins. Eins
og áður getur, sendi ég þeim, eða öllu heldur lét liggja
fyrir, á heimili þeirra á Eskifirði, bréf, þar sem ég skýrði
þeim frá tildrögum fundarins og hvernig það atvikaðist,
að ég fór að láta mig varða þetta mál, sem sannarlega
mátti kalla einskæra tilviljun, eins og áður er frá sagt.
Einnig lét ég fylgja staðfest afrit af umsögnum þeirra frú
Guðrúnar og Hjálmars. Auk þess vissi ég, að þau voru
orðin þessu nokkuð kunnug af síðara bréfi því, er ég
skrifaði læknisfrúnni.
i
Það má kannske segja, að pau staðfesti ekki með
beinum orðum hvaða gildi framkomnar sannanir hafi
fyrir sig. En mér fiipist nú samt að þau gera það. Bréfið
er svo hlýlegt og þrungið þakklæti fyrir að hafa fengið
í hendur þessi, eins og þau segja, dýrmætu skjöl. Þau
spyrja einskis, gjöra heldur engar athugasemdir, sízt
að þau láti í ljós neinar rengingar, heldur leyfa hiklaust
cg fúslega, að birta frásögn um atburðinn í tímaritinu
MORGNI, með þesum orðum: „Okkur er það sönn
ánægja, ásamt okkar fullu nöfnum". Þau þrá jafnframt,
ef verða mætti, að fá frekari vitneskju frá héðan horfnu
barni sínu.
Að síðustu er það svo blaðið með ósjálfráðu skriftinni.
Mér er ókunnugt um hvar, eða hjá hvaða skrifmiðli sú
skrift er fram komin. Eins og áður er getið, fylgdi blað-
ið með bréfi hjónanna, foreldra piltsins, án nokkur'ra
umsagna, annara en þeirra, er í upphafi þess getur, sem
sé, að ritazt hafi ósjálfrátt daginn eftir að ég kom tii
Eskifjarðar. Ég kom þangað að kvöldi þess 10. júní,