Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 127
M O R G U N N
121
Dulnefni. Skömmu síðar fór ég til Fleetwood til
þess að vera á líkamningafundi hjá frú Duncan. Ég
hafði beðið um fundinn handa hr. .Ward og frú, en
skýrði frá, að þetta væri dulnefni, því að við óskuðum
að vera ónefnd. Fundarmenn sögðust skilja það, það
kæmu margir, sem óskuðu að vera ónefndir. — Það var
ankannalegt er við komum, að heyra okkur nefnd herra
og frú Ward. Ég verð að segja það þegar, að mér fannst
ekki mikið til um fundinn. Ég býst við að ég einmitt
um þessar mundir sé varkár með allt, sem hugsazt gæti
að væri framleitt með brögðum af sjónhverfinga- eða
töframanni. En ég minnist á þennan fund vegna þess,
að frú Susie Hughes var þar einn fundarmaður. — Ég
minnti hana á, að við hefðum hitzt áður og kom mér
óvænt að hún skyldi ekki muna eftir mér.
Var samt hrifinn. En nú stóð hún þarna á fundinum á
bak við stóliana okkar, og meðan konan min var úti að
rannsaka frú Duncan, þá sagði frú Hughes við mig:
,,Þér ættuð að þekkja D. . . B. . ., hann kom inn með yð-
ur og bað mig að kyssa móður sína fyrir sig“. Hún var
sýnilega í vandræðura, því að hún hugsaði að við hétum
W'ard. Eftir fundinn sagði hún við konu mína: ,,Það
hryggir mig, kæra frú, að það var ekkert. fyrir yður.
Ég gat ekki fengið annað en þetta D. . . B. . . Ég fékk
ekkert handa Ward“.
Hún er ástúðleg lítil kona, og mér sárnar það, að
mér skyldi finnast ég ætla að verða fyrir dálítilli blekk-
ing. Hún hafði þó komið með rétt ættarnafn hans og
skírnarnafn og ég á henni að þakka margar huggandi
hugsanir.
Ég verð í þessari frásögn að minnast á frú Bullock.
Ég hafði séð að auglýstur var ummyndunarfundur í
Manchester. Ég símaði og bað aftur um tvö sæti fyrir
hjónin Ward og gat þess enn, að það væri dulnefni. —
Maðurinn í símanum sagði, að það væri sama, hvert
nafnið væri, þegar hann að eins hefði eitthvert nafn að