Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 77
M ORGUNN
71
við, þ. e. a. s. að sál hennar hafi verið farin úr líkaman-
um, þegar atburður sá gerðist, er séra Magnús Helga-
Síon segir frá. Nú er það svo, að maðuirinn e r sál, sem
h e f i r líkama, eins og Haraldur Níelsson orðaði það.
Og atburður þessi, ásamt öðrum honum hliðstæðum, virð_
ist benda til þess, að fyrir sterk áhrif vilja eða tilfinn-
inga, geti sálin, þrátt fyrir viðskilnaðinn, snöggvast á
uý náð valdi yfir líkamanum. Dæmi Nýja testamentis-
íns eru að vísu í þá átt, að þau yfirráð geti, orðið varan-
leg, en ekki er óskynsamlegt að gera ráð fyrir, að í þeim
tilfellum, sem þar getur um, hafi svo orðið fyrir sérstak-
an mátt, sem Jesús Kristur hafi ráðið yfir. Og í mesta
máta er það ósennilegt að þessi yfirráð geti tekizt eftir
að viðskilnaðurinn er fullkomnaður. Atburði slíka sem
þann, er kom fyrir Axel Tulinius sumarið 1894 (Grá-
skinna, II, 78—83), og annar sams konar á Vesturlandi
miklu síðar, mun verða að reyna að skýra á annan hátt
— ef um nokkra skýringartilraun getur verið að ræða
að svo komnu.
Flestir munu lesendur „Morguns" kannast við hið
i'agra kvæði Gríms Thomsens „Kossinn“ (á bls. 88 í
fyrra bindi heildarútgáfunnar frá 1934). Skáldið segir
þar frá láti ungs manns, en unnusta hans stendur við
líkbörurnar og þrýstir síðasta kossi á varir líkinu.
Þetta hefir þau áhrif, að hinn framliðni opnar snöggv-
ast augun:
Sjá, hins liðna opnast aftur
auga, varir bærast hægt; —
ofsa dauðans æðri kraftur
ástarinnar getur lægt.
Líklega hafa flestir tekið þetta fyrir hreinian skáld-
.skap, en þaö má augljóst heita, að skáldið gerir hér ekki
annað en að segja frá, á sinn látlausa hátt, atburði sem
hann hefir vitað um eða haft spurnir af. Og sá atburður-
inn er smáfelldari en hinn, sem séra Magnús segir frá.