Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 35
M O R G U N N
29
var alls endis ókunnugur og hafði því ekki getað haft
reina eðlilega vitneskju um ljósmynda tilraunir hans. Á
þeim fundi kom fram frægur sálarrannsóknamaður, lát-
inn, sagðist hafa stjórnað því, að hann fékk sálrænu
myndina af rósinni og sýndi honum meira að segja nú
sjálfa rósina ! Þá gaf sig til kynna annar látinn sálarrann-
sóknamaður, blaðamaðurinn heimskunni, William Stead,
sem fórst í hinu alkunna Titanic-slysi og hafði verið vin-
ur L. Johnsons. Frásögn Johnsons er á þessa leið:
,,Mr. Stead, ég vil að þú sannir mér, að þetta sért þú.
Getur þú sagt mér hvað var það síðasta, sem ég gerði
fyrir þig áður en ég fór til Suður-Afríku árið 1911?“
,,Já“, var svarað. ,,Þú skoðaðir augu mín og lézt mig
fá gleraugu".
,,Alveg rétt. En hvar skoðaði ég í þér augun?“
,,Það vejzt þú eins vel og ég. Það var í Önnu-Drottn-
ingarstræti nr. 55, í Cavendish Square“, var mér svarað.
,,Þetta er einnig alveg rétt. En segðu mér, Mr. Stead,
hvert fórum við saman þetta sama kvöld?“ Af því að
hann virtist hafa gleymt þessu, ætlaði ég að minna hann
á og sagði: „Manstu ekki, að við fórum til Zancig-hjón-
&nna?“
,,Nei, það gerðum við ekki — var svarað — við heim-
sóttum Thompsons-bræðurna“.
,,Það er alveg rétt. ég man núna, að það voru Thom-
sons-bræðurnir“. (Þetta var þýðingarmikið atriði, sem
afsannaði hugsanaflutningstilgátuna. Mig hafði minnt,
að við færum til Zancig-hjónanna, svo að hér gat ekki
verið um hugsanaflutning frá mér að ræða).
,,Jæja þá, segðu mér þá hvað gerðist þar“, bað ég.
Stead lýsti nú öllu því nákvæmlega og við hlógum
hjajlanlega báðir, þegar hann minntist skemmtilegs at-
viks, sem þar hafði komið fyrir. Því næst sagði ég: ,,Þú
veizt það, Mr. Stead, að ég kom ekki hingað til þess að
tala við þig“.
„Naumast er að þú ert kurteis, — sagði hann — en ég