Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 116
110
M O R G U N N
hann væri í 156 mílna fjarlægð kom hann fram á mynd-
inni með mér, og það svo rækilega, að þetta er einhver
iang bezta myndin, sem nokkurn tíma hefir verið tekin
af honum.
Á sömu plötunni kom fram fyrir neðan Mr. Walker,
langt um óskýrari mynd af látinni móður minni. Mynd
hennar var auk þess miklu minni og kom fram í ,,ecto-
plasma“- eða útfrymis-skýi.
Þegar ég kom heim til London fór ég þegar á miðils-
fund. Móðir mín gerði þar tafarlaust vart við sig og hún
sagði: „Þú hefðir ekki átt að biðja neinn um að senda
þér kraft til Crew, því að krafturinn var þar nægilegur
fyrir hendi. Þessi jarðneski kraftur varð mér of sterkur,
hann bar mig því nær ofurliði. Þú verður að fara þang-
að aftur og láta taka mynd af þér í annað sinn“.
En svo að ég víki nú talinu aftur að Crew, var Mr.
Hope mjög óánægður, þegar hann sá plötuna í höndum
mínum, og vildi taka aðra mynd. Við höfðum sömu að-
ferðina og fyrr, og Hope snerti aldrei piötuna sjálfur,
ég annaðist allt nema myndatökuna sjálfa. Mér til mik-
illar undrunar og gleði fékk ég nú á seinni plötuna
mynd af andaleiðtoga mínum, sem oft hefir veitt mér
dýrmæta hjálp í lífinu, föður Bernhard, sem var ítalsk-
ur munkur af Cistercingalifnaði. Sérlega er skýr myndin
af rakaðri krúnu munksins og kuflinum hans. Ég þarf
ekki að taka fram, að Mr. Hope var ekki áður kunnugt
um tilveru neinna af þeim persónum, sem þarna lcomu
fram á plötunum með mér“.
Wallis Mansford, sá sem sögu þessa segir, hefir skrif-
að bók um sálarrannsóknir, reynslu sína og annarra í
þessum efnum, og þar segir hann frá því, hvernig honum
hefir tekizt að fá sálrænar myndir af öðrum hjálp-
endum sínum og leiðtogum í andaheiminum.
Hjá íslenzkum miðlum hefir orðið vart margra sömu
fyrirbrigðanna og hjá þeim erlendu, þótt engir þeirra
þoli nokkurn samanburð við þá beztu, sem erlendis hafa