Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 78
72
MORGUNN
„Light“ hefir nýlega getið um nokkra atburði, sömu
tegundar. Þannig tilgreinir það þann 2. apríl þ. á. (bls,
106—108) fjögur dæmi. Eitt þeirra er það, að nafn-
togaður maður, Ralph Shirley (stofnandi og um þrjátíu
ára skeið ritstjóri tímaritsins „Occult Review“), segir
frá því, að frændkona sín ein hafi, eftir að hún var
skilin við, á ný náð því valdi yfir líkama sínum að geta
kvatt mann sinn. Frá tveim atburðunum segja læknar,
sem vitanlega höfðu gætt þess, að fullkomin andlátsein-
lcenni á sjúklingunum hefðu átt sér stað. Báðir höfðu
sjúklingarnir að mestu misst málið áður en þeir gáfu upp^
andann, en þau fáu andartök, sem þeir síðan náðu valdi
yfir líkamanum, töluðu báðir skýrt og snjallt. Annar
flutti bæn og áminningu, en hinn ávarpaði lækninn og
sp.urði hvaða dagur væri. Læknirinn nefndi mánaðar-
daginn, og sagði þá hinn framliði: „Þann dag dó ég“.
Svo gaf hann greinagóð fyrirmæli um útför sína, og tal-
aði svo hátt að heyra mátti inn í næsta herbergi. Síðan
spyr hann að nýju um mánaðardaginn, og var aftur
svarað sem fyrr. Endurtók hann þá orð sín: „Þann dag
dó ég“. Á sama augnabliki var hann í annað sinn and-
vana lík.
Loks minnir ritsjórinn á skáldið mikla Alexander
Pope (1688—1744). sem flestir íslendingar toannást
við af þýðingum þeirra séra Jóns Þorlákssonar og Bene-
dikts Gröndals hins eldra, enda þótt þær þýðingar gefi
allsendis ófullkomnar hugmyndir um frumkvæðin. Hann
hafði gefið upp andanrr, en svo allt í einu opnar hann
augun og k|allar upp: „Nú v e i t ég að sálin er ódauð-
leg“. Jafnskjótt var allt lífsmark horfið á ný.
Af þessum dæmum sýnir hið síðasta, eins og vænta
mátti, merkilegastan mann, því að svo er að sjá, Sem
fögnuðurinn yfir því, að hafa loks höndlað þenna mikla
sannleika hafi knúð hann til að neyða líkamann til nýrr-
ar þjónustu, svo að hann mætti bera þessum sannleika
vitni.