Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 46
40
MORGUNN
„heita Anna Jörgensen og Magnús Arngrímsson, hann
„hefir lengi unnið að vegagerð, bæði í Múla- og Þing-
„eyjarsýslu ög er kona hans þar allt af með honum
„núna seinni árin. Þau áttu fimm mannvænleg börn,
„öll upp komin. Einn sonur þeirra, sá næst-yngsti, á
„að gizka 20—21 árs, var bílstjóri, hafði verið það 2
„—3 ár og oft unnið með föður sínum að vegagerð.
„Síðastliðið haust hefir piltur þessi — hann hét Guðni
„Magnússon — dag einn mjög mikið að gera við akst-
„ur, fer að morgni hér út í Viðfjörð, sem er alllöng
„leið og erfið ferð og síðar um daginn á Reyðarfjörð.
„Síðan heldur hann heimleiðis. Bíllinn var ekki í lagi
„og varð hann la,ngur á leiðinni en vanalega, og hann ,
„einn í bílnum. Þegar k'emur á hálsinn hér milli Reyð-
„arfjarðar og Eiskifjarðar, verður hann þess var, að
„bíllinn er benzinlaus. Skilur hann þá við bílinn og
„hleypur út á Eskifjörð og sækir sér benzin í skjólu.
„Það er um 6 kílómetra báðar leiðir. Þegar hann kem-
,,ur heim er hann afar þreyttur. — Um nóttina fær
„hann miklar kvalir innvortis. Einar hérðaslæknir er
„sóttur til hans, og getur þá í fljótu bragði ekki vitað
„af hverju kvalir þessar stafi. Næsta morgun er Einar
„sóttur á Reyðarfjörð og var þar allan daginn. Að
„kvöldi þess dags er hringt héðan til Einars á Reyð-
„arfjörð og hann beðinn að koma fljótlega að innan,.
„því að Guðna hafi þyngt mjög mikið, og Einar beð-
„inn að koma með herlæknirinn með sér, ef frekar
„væri hægt að gera eitthvað fyrir Guðna. Þeir komu
„um kl. 9 að kvöldi og sjá strax að pilturinn er langt
„leiddur, að um garnaflækju eða sprungna görn muni
„vera að ræða. Hér voru ekki tök á að gera við slíkt.
„Þeir ákveða því að senda piltinn samstundis á Seyðis-
„fjarðarspítala. Um flugvél var ekki að ræða, þar
„sem þetta er seint í september og dimmt að kvöldi.
„Guðni er drifinn út í stórinn mótorbát og þeir fara af
„stað, en Guðni heitinn andast á leiðinni milli Norð-