Morgunn - 01.06.1942, Side 60
54 . MORGUNN
ingar. En gætum aðeins þessa: eftir hverju gátu þau
verið að sækjast?
Crandon var afar mikils metinn læknir og prófessor
í læknavísindum, svo að ekki er beinlínis líklegt, að hann
hafi gengið að þessum tilraunum til þess að efla hróður
sinn og frægð. — Frú Crandon var hefðarkona. eftir-
sótt í samkvæmislífi sinnar stéttar fyrir glæsileik sinn,
menntun og góðar gáfur, hvað átti að lokka hana til þess
að gerast svikamiðill, leggja sig undir rannsóknir ó-
vinsamlegra manna, sem hún gat vitað fyrir fram, að
mundi kosta hana margs konar erfiðleika, ofsóknir og
vonbrigði? — Þau bjuggu við auð og allsnægtir, hún
tók aldrei eyris virði fyrir starf sitt, en þau hjónin fórn-
uðu þvert á móti miklum fjármunum árum saman, svc
að ekki var hagnaðarvoninni þar til að dreifa. Hvað gat
vakað fyrir fólki með svo glæsilega aðstöðu í þjóðfél-
aginu, að hefja starf, sem þau hlutu að vita fyrir fram,
að þau mundu bíða fyrir mikið tap, álits líkamlegra
þæginda og fjármuna? Gat annað vakað fyrir þeim,
en hollusta við málefni, sem þau vissu, að var þess
virði, að því væri færðar miklar fórnir?
Árlega um nokkurra ára skeið, kom dr. Crandon til
Englands og kona hans stundum með honum. Árið 1927
hélt hún þrjá fundi í húsakynnum Brezka Sálarrann-
sóknafélagsins og var gestur Spíritistasambands Lund-
únaborgar og var hyllt þar af miklum mannfjölda við
opinbera móttöku.
Það er sennilegt, að ekki verði úr því skorið fyrr en í
framtíðinni, hvers virði starf Crandons-hjónanna er fyrir
sálarrannsóknirnar. Svo mikill styrr stóð lengi um það
starf, að samtíðarmenn eiga að vonum erfitt með að
meta það rétt. En dr. Crandon hélt afar nákvæmar
skýrslur yfir fyrirbrigðin, allar varúðarráðstafanir og
allar rannsóknir, og því fer fjarri, að úr þeim skýrslum
og vottorðum hafi verið unnið enn. Það er mikið starf,
og mun vissulega verða unnið.