Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 89
MORGUNN
83
íuðurstöður þeirra rannsókna á vitundarlífinu og starfs-
táttum þess, sem fram hafa farið síðustu áratugina. —
Vér skulum virða fyrir oss staðreyndir þær, sem hér
koma til greina, og íhuga hvort þær muni líklegri til
að afsanna eða sanna spiritistisku skýringuna á sjálf-
stæði mannssálarinar og ódauðleik. Annaðhvort hljóta
þær að gera, og jafnan ber að hafa það, sem sannara
reynist.
Vísindamenn komust að þeirri niðurst.öðu á síðara
helmingi 19. aldarinnar, að loknum vandlegum rann-
sóknum og athugunum, að manneðlinu væri nokkuð
annan veg háttað, en menn höfðu lengi ætlað. Þeir
lýstu því yfir að loknum rannsóknunum, að auk hinnar
almennu vitundar mannsins, sé og í honum annað vit-
undarlag, aðrar endurminningar, aðrar hugsanir og aðr-
ar tilfinningar en þær, sem hann að jafnaði veit af eða
gerir sér grein fyrir. Þetta vitundarlag, sem til er í
manninum, en gerir ekki vart við sig að jafnað', og
sennilega aldrei að fullu í daglegu lífi, hefir verið nefnt
undirvítund á íslenzku. Úr þessari undirvitund ganga
svo, a. m. k. hjá sumum mönnum svo vitað sé, endur-
minninga og tilfinningastraumar inn í hina almennu
vitund. Sennilega gerist þetta í sálarlífi hvers og eins,
hvort sem menn verða þess almennt varir eða ekki. —
Þessar niðurstöðuályktanir sálfræðivísindanna hafa af
tíiörgum verið nefndar „mikilvægasta uppgötvunin",
sem gerð hefir verið á sviði þeirra vísinda.
Þar sem bæði spíritistar og andstæðingar þeirra nú
orðið, viðurkenna að undirvitundin sé staðreynd í sálar-
lífi mannsins, þá er eðlilegt að menn leitist við að gera
sér einhverja grein fyrir því, hvað hún kunni að leiða
í Ijós um sálarlíf þeirra. Um það eru skoðanir ærið skift-
ar. Sumir virðast þeirrar skoðunar, að nánari þekking á
eðli hennar og starfsháttum afsanni spiritistisku skýring-
una á orsök og tilefni sálrænna fyrirbrigða. Aðrir segja,
nð þar sé að finna sterkustu rökin og öruggustu sann-
6*