Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 47
Sra SVEINN VlKJNGUR:
Tapað og fundið
★
í kvöld ætla ég að segja ykkur ævagamla sögu, sem
enginn veit höfund að. Menn voru ekki að trana nafninu
sínu fram í þá daga, líkt og nú. En áður en ég byrja á
sögunni langar mig til að minna á það, að nokkru leyti til
skýringar á henni, að hjá fjölda mörgum fornþjóðum, er
sú skoðun eða trú mjög algeng og áberandi, enda þótt hún
sé í engu samræmi við þróunarkenningar síðari tíma, að
mennirnir hafi í upphafi verið sælli og hamingjusamari,
betri og fullkomnari en þeir eru nú. Þeir hafi verið skap-
aðir í guðs mynd og gæddir guðlegu eðli, lifað björtu og
vammlausu lífi við allsnægtir í einhverri paradís, en glatað
þessu síðar og hlotið dauðann og syndina og erfiðleikana
fyrir vikið. I þessu sambandi þekkið þið öll söguna um
Adam og Evu í paradís og syndafallið. En hliðstæðar sagn-
ir koma einnig fram í öðrum trúarbrögðum. Nú mætti
spyrja, hvemig stóð á því, að mennimir glötuðu sinni para-
dís? Um það virðist gæta margra og ólíkra skoðana, og
sjáum við bóla samtímis á mörgum þeirra í syndafallssögu
biblíunnar. Ein er sú, að hinir illu guðir, hin illu völd til-
verunnar, hafi valdið þessu. Höggonnurinn eða Satan tælir
Evu til hinnar fyrstu syndar. önnur er sú, að guðirnir
hafi beinlínis verið afbrýðisamir gagnvart mönnunum og
ekki getað þolað það, að maðurinn stæði þeim svo að segja
jafnfætis. Þessi skoðun kemur einnig fram í syndafalls-
sögunni, þar sem Guð er látinn segja, eftir að þau hafa
etið af skilningstrénu, Adam og Eva: „Sjá, maðurinn er
orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og
ills. Aðeins að liann rétti nú ekki út hönd sína og taki