Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
að ræða, því að þau öfl, sem af vörum hennar töluðu,
ræddu á öllum þessum tungumálum skynsamlega við er-
lenda menn ,sem fundina sátu og áttu þessi mál að móður-
máli. Ef vér eigum að gera ráð fyrir, að hugur miðils geti
haldið uppi samræðum á tungumálum, sem miðillinn kann
ekkert í, verðum vér að gera ráð fyrir því, að undirvitund
miðilsins geti átt aðgang að og notað öll tungmál heimsins,
forn og ný. En ég er ófáanlegur til að taka slíka hugmynd
alvarlega. Fyrir þessu er ekki til snefill af sönnun. En
þetta verða menn að geta sannað til þess að geta neitað
því, að látnir menn standi á bak við þessa tegund miðla-
fyrirbrigða.
Ég fæ ekki betur séð en að menn komist lítt áfram með
því að taka einstök fyrirbrigði, eitt og eitt að eigin vild,
og leita skýringa á þeim hverju fyrir sig. Enda byggja
spíritistar þá staðhæfingu sína, að samband við framliðna
menn hafi sannazt eins vel og unnt sé að sanna slíkt, á
niðurstöðum þeirra manna, sem hafa haft heild fyrir-
brigðanna, en ekki einstök fyrirbrigði í huga og leitað
skýringanna samkvæmt því. Á þetta lagði Einar Kvaran
milíla áherzlu, og það sama vakir fyrir próf. Einari Arn-
órssyni í ummælum, sem ég hefi áður vitnað til.
Ég veit að ég er farinn að níðast á þolinmæði yðar, en
framsöguerindi um svo margþætt mál verður að ætla nokk-
urn tíma og raunar miklu meiri en þann, sem ég get haft
hér til umráða. Og þótt fjölmörgu sé sleppt, verð ég enn
að fá að víkja að tvennu.
Ein tegund þeirra sönnunargagna, sem ýmsum þykir
mjög gera fjarhrifatilgátuna ósennilega, eru hinar svo-
nefndu bókasannanir. Eins og mörgum mun enn í minni
var Guðmundur Kamban rithöfundur gæddur óvenjulegri
2