Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 17
MORGUNN
11
kemur, geti verið komin frá jarðneskum mannshuga til
miðilsins, einkum frá einhverjum, sem viðstaddur er.
Ég hygg, að oft sé miðilssambandið ekkert annað en
þetta. En hitt fullyrði ég, að margt verði engan veginn
skýrt með þessu móti.
Fyrir nokkrum árum gerðum við þrír félagar tilraunir
með miðli, sem um alllangt skeið vann fyrir S.R.F.Í. Við
gerðum m. a. tilraunir með hlutskyggni: Að fá miðlinum
í hendur hluti, sem hann vissi ekkert hverjir hefðu átt,
eða hvernig væru til komnir, og freista þess, hvað hann
gæti sagt okkur um þessa hluti. Á borð fyrir framan hann
lögðum við þrennskonar hluti.
1. hluti, sem við tilraunamenn vissum allnákvæmlega,
hverjir höfðu átt og notað, en miðillinn vissi ekki. Um
þessa hluti suma gat miðillinn sagt okkur mikið, jafnvel
rakið söguna um 100 ár aftur í tímann, sagt nöfn eigenda
og lýst stöðunum, þar sem þessir hlutir höfðu verið not-
aðir, þótt hann hefði aldrei komið á þá staði, né noklcuð
um fólkið vitað. En ég varð ekki var við, að hann segði
nokkuð, sem við vissum ekki sjálfir eða líklegt var, að
við liefðum vitað, þótt nú væri gleymt.
2. voru hlutir, sem við tilraunamenn vissum eitthvað
lítilsháttar um. Það sem miðillinn gat um þessa hluti sagt,
var næsta lítið og ófullkomið.
3. voru hlutir, sem við vissum ekkert um og höfðum lát-
ið ókunnugt fólk senda oklcur. Um þessa hluti gat miðillinn
ekkert sagt, sem gagn var í.
Var þetta nokkuð annað en fjarhrif frá huga okkar til-
raunamanna til miðilsins? Þó er sjálfsagt að geta þess, að
árangurinn fór langar leiðir fram úr því, sem mér er kunn-
ugt um, að nokkru sinni hafi tekizt með fjarhrifatilraun-
um, og þá einnig þess, að miðlinum, sem fullyrti, að fram-
liðinn maður hjálpaði sér, gekk miklu betur að segja frá
framliðnu fólki, sem þessa hluti hafði átt og notað, en
jarðnesku fólki, sem hann lýsti þó einnig að nolckru.