Morgunn - 01.06.1961, Síða 73
MORGUNN
67
umkominn að rannsaka gáfur hans eða leiðbeina honum
til að nota þær rétt.
Hann heyrði raddir, sem töluðu til hans uppörvunar-
orðum, og um það bil, sem móðir hans andaðist, vitraðist
honum undrafagurt heimkynni í skínandi björtu um-
hverfi. Hann þekkti ekki þennan stað, en hann áleit, að
þetta væri heimkynni móður hans á eilífðarlandinu. Margt
bar undarlegt fyrir hann annað, en hann gerði ekki annað
en að taka við og segja nokkurum vina sinna.
Þá bar svo til, að í bæinn þar sem hann átti heima, kom
maður nokkur, sem lagði stund á dáleiðslu. Fyrir forvitni
sakir lét ungi skósmíðaneminn hann dáleiða sig, en klæð-
skeri einn í bænum, merkur maður, varð svo gripinn af
þeim hæfileikum, sem fram komu hjá Davies undir dá-
leiðsluáhrifunum, að hann hætti við arðsama atvinnu sína
og helgaði sig algerlega því, að þjálfa Davies til að gefa
sjúkdómslýsingar í dásvefni. Menn hæddust að klæðsker-
anum fyrir tiltækið, en hann lét það ekki á sig fá og var
sannfærður um, að með þessu væri hann að vinna göfugt
verk, sem gæti orðið til hjálpar mörgum.
I dásvefninum gat Davies þrásinnis sagt nákvæmlega til
um sjúkdóma, sem læknar þeirra tíma höfðu ekki fundið í
sjúklingum sínum. Þeir félagar tveir, skósmíðaneminn og
klæðskerinn, unnu saman um skeið, og segir Davies frá
því, hvernig líkamir hinna sjúku urðu beinlínis gegnsæir
fyrir „andaauganu“, sem honum virtist starfa í miðju enni
sínu.
Hippokrates hinn gríski, sem nefndur hefir verið „faðir
læknisfræðinnar“, segir: „Með luktum augum sér sálin
sjúkdómana, sem þjá likamann“. Og þetta virðist Davies
hafa gert í furðulega ríkum mæli. Og hann sá ekki aðeins
sjúkdóma þeirra manna, sem til hans komu. Þegar vinur
hans, Levingstone klæðskeri, hafði látið hann falla í dá-
svefn, fór sál hans úr líkamanum og þangað, sem honum
var sagt að vitja sjúkra, greindi sjúkdóm þessara fjar-
lægu manna og sagði nákvæmlega frá sjúkdóminum, þeg-