Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 27
M O R G U N N
21
sé í þeim, sem ekki verði viðunanlega skýrt á annan hátt
en með tilgátu spíritista", — að látinn lifi.
Ég þakka fundarmönnum þolinmæðina. Ég held því ekki
fram, að endanleg vísindaleg sönnun fyrir framhaldslífi
sé fengin. Ég held að enn sé ómögulegt að fá slíka sönn-
un. En hinu held ég fram, að með þeirri þekkingu, sem
vér höfum nú, verði mörg sálræn fyrirbæri ekki á annan
hátt skýrð en svo, að þar séu látnir menn að verki. Ég
vona, að síðar meir muni mönnum takast að vita örugg-
lega, hvei*t undirvitundin nær, hvað á valdi hennar er að
vita og gera, og að þegar menn vita með vissu takmark-
anir hennar, kunni menn endanlega að geta sannað, svo að
enginn geti lengur neitað, að látin lifir. óhugsandi er að
sjálfsögðu ekki, að ný þekking kunni að gera sönnunar-
gögnin að engu. Því bæri þá að taka. Eftir sannleikanum
einum er verið að sækjast. En þangað til svo verður, að
menn hafa fengið endanlega þekkingu á undirvitundinni,
staðhæfi ég, að þeir, sem telja sönnunargögn fyrir fram-
haldslífi fengin, hafi fullt leyfi til að líta svo á, og að
skýring spíritista sé sú eina, sem skýrir fjölmörg hinna
sálrænu fyrirbrigða.
★
PÁLL V. G. KOLKA:
Spíritismi og sálarrannsóknir
Framsöguræða á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur
23. apríl 1961
Góðir áheyrendur!
Sennilega hefur engin bók valdið jafn snöggri og gagn-
gerðri breytingu á lífsskoðun manna og Uppruni teg-
undanna eftir Darwin, þegar hún kom út árið 1859. Kenn-