Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 66
60
MORGUNN
píslarvættisbiskupsins og þáverandi höfuð ættarinnar, að
boði Cromwells, rekinn burt af eignum sínum í Limerick.
Hann dó á leiðinni til Brentree í Clarehéraði, og þeir, sem
eftir voru af ættinni, og 50 áhangendur aðrir, fylgdu hon-
um til grafar í svörtum líkvagni. Svo er staðhæft, að ýms-
ir meðlimir gömlu ættarinnar aðrir, víðsvegar staddir, hafi
orðið varir við þessa líkför.
Eftir 1740 er ættin rakin til Daníels J. O’Connells í
Darrynane í Kerryhéraði, en kona hans var María O’Conn-
ell — eða María af hinum dökka ættflokki — og var hún
sjáandi, dulskyggn og skáldkona.
Hana dreymdi nokkrum sinnum svarta vagninn, sem
fjórir svartir hestar drógu. Og var sá draumur henni jafn-
an öruggur fyrirboði um dauðsfall í ættinni. Skýrast var,
þegar hana dreymdi þennan draum rétt á undan andláti
elzta sonar síns og erfingjans að Darrynane, Jóns O’Conn-
ells.
öðru sinni sá hún sýn. Það var kveinandi andi, sem
írska þjóðtrúin segir boða dauða. Hún sá þessa hjúpuðu
veru hverfa inn í bænhús kirkjunnar. Örskömmu síðar
andaðist nákominn ættingi hennar.
Að því er ég veit, varð þessi illi fyrirboði svarta
vagnsins ekki á vegi afa míns, Daníels O’Connells í Darry-
nane, nema einu sinni. Hann hafði kvænzt gegn ráði fjöl-
skyldu sinnar árið 1893, og var þess vegna gerður arflaus.
Hann yfirgaf írland, fluttist til Bandaríkjanna og settist
að á Long Island í New York. Og án þess hann hefði hug-
mynd um, hafði móðir hans farið vestur um haf árið 1911
til að heimsækja ættingja sína í Boston.
Svarti vagninn birtist enn
Þá var það, að hann dreymdi að hann æki svarta vagn-
inum með hestunum fjórum upp að húsi frænda síns í
Boston. Hann þóttist stiga þar út úr vagninum, hlýða
skipunum einhvers, sem í vagninum væri, líða inn í hús-