Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 7
Umræðufundur Stúdentafélags
Reykjavíkur um sálarrannsóknir
og spíritisma
★
23. apríl s. 1. efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til almenns
umrœðufundar um sálarrannsóknir og spíritisma. En félagið
efnir oft til slíkra umræðufunda um þau mál, sem efst eru
á baugi með þjóðinni og það telur þörf á, að almenningi séu
kynnt.
A þessum umræðufundi voru þeir framsögumenn, Sra Jón
Auðuns dómpróf. og Páll Kolka f. héraðslæknir. Form. félags-
ins Matthías Jóhannessen ritstj. stýrði umræðum og Örn Þór
hrlm. var fundarritari.
Aðsókn var geisimikil. Áður en fundur hófst voru báðir
salir Sjálfstæðishússins fullsetnir, þröng var út úr dyrum og
margir urðu frá að hverfa. Blöðin sögðu þetta einn allra fjöl-
mennasta fund Stúdentafélagsins, og bjujggust menn þó við,
að meginefni fundarins yrði útvarpað síðar, eins og raun varð á.
Hin mikla fundarsókn er að sjálfsögðu vottur þess, að mikill
og almennur áhugi er fyrir málinu, sem til umræðu var.
Þótt ríkisútvarpið hafi flutt þjóðinni framsöguerindin, er
sjálfsagt, að Morgunn geymi þau. Mun lesendum mörgum ekki
sízt þykja fróðlegt að lesa og íhuga ýmsar af röksemdum Kolka
læknis, en sumar þeirra munu ýmsum lesenduin nýstárlegar.
Var málflutningur læknisins bæði skýr og hófsamlegur, og
margar röksemdir hans er öllum þeim nauðsyn að þekkja, sem
áhuga fyrir sálarrannsóknamálinu hafa. Hinsvegar munu ýms-
ir þeir, sem fundinn sótlu í þeirri von að læknirinn tætti vægð-
arlaust í sundur og gerði rök spíritismans fyrir framhaldslífi
að engu, hafa kennt nokkurra vonbrigða. En það fólk neyðist
til að sætta sig við, að rök þess eru höfð að engu, þar sem
málið er rætt af skynsemi og þekkingu.
1