Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 80
„Máske mamma geti hjálpað?“
★
Frásögn sú, sem hér fer á eftir, er gott dæmi þess,
hvemig svipveran, sem losnað hefur úr viðjum efnislíkam-
ans, getur náð valdi á skynhæfileikum sínum.
Sögumaður er G. Costa, vinur próf. Bozzanos hins ágæta
vísindamanns, og verkfræðingur að ævistarfi. Atvikið kom
fyrir hann sjálfan.
Þetta gerðist kveld eitt í júnímánuði. Ægilega heitt var
í veðri, nóttin lygn og molluleg, og ég var sokkinn niður í
rannsóknir mínar og athuganir. Þreyta ásótti mig og magn-
leysi. Og þótt ég væri einráðinn í að láta hvergi undan
og halda verki mínu áfram, bar þreytan og magnleysið
mig að lokum ofurliði. Ég neyddist til að láta í minni pok-
ann, enda var ég hvíldar þurfi, alveg öi*magna, að mér
fannst. Ég henti mér í rúmið.
Ég held miklu fremur, að ég hafi hnigið í ómegin en
sofnað að þessu sinni. Ég gleymdi að slökkva á olíulamp-
anum, en ljós logaði á honum, þar sem hann stóð á borðinu.
Sennilega hefi ég óafvitandi rekið höndina í lampann og
velt honum um koll. Víst er, að hann hafði fallið niður milli
borðsins og rúmsins, og þar hélt áfram að loga á honum.
Frá lampanum barst nú stöðugt reykur, sem smám saman
fyllti herbergið. Loftið varð vitanlega æ þyngra og óheil-
næmara. Öll líkindi eru þess, að ég hefði fundizt þama and-
aður að morgni, ef ekki hefði óvænt atvik gerzt.
Ég var með einhverjum hætti vitandi um sjálfan mig
sem hugsun og skyni gæddan persónuleika í miðju herberg-
inu, algerlega laus við jarðneskan líkama minn, sem lá
steinsofandi á rúmi sínu grafkyrr. Ég sá, ef ég má