Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 71
M O R G U N N
65
að tala við mann, sem þið vissuð, að yrði dáinn innan
fárra daga? Hvernig er unnt að afstýra hinu ókomna?
Kl. 9 næsta morguns hné hann örendur til jarðar, með-
an hann var að lyfta loftkælara. Þetta er síðasti draumur,
sem mig hefur dreymt, og ég vona hjartanlega, að þetta
reynist síðasti draumurinn minn.
Hvernig fáum vér skýrt svo furðulegar spár um hið
ókomna? Ég held, að þegar oss berast þessi leiftur þess,
sem enn er ekki komið, sé merkilegra mál á ferðinni en
vér gerum oss ljóst. Oss eru gefnar þessar myndir á tungu-
máli, sem er að reyna að miðla oss þekkingu, þekkingu
þeirrar tegundar, sem unnt er með táknum að koma inn
í þann hrærigraut, sem eigin hugmyndir vorar eru.
Tungumál undirvitundarinnar er alheimsmál, allsstaðar
hið sama, og það er táknmál. Stundum eru oss sýndar
myndimar eins og á sléttum fleti, eða þá að táknin eru
leikin fyrir sjónum vorum, eins og þegar María ættmóðir
mín sá kveinandi veruna. Stundum er það aftur á móti
þannig, að vér verðum sjálf þátttakendur í sjálfum at-
burðinum, eins og jafnan hefur verið, þegar mig hefur
dreymt svarta vagninn.
Og enn meira: Til eru tákn, sem gætu opnað oss dyr
að fullkomnara og víðtækara lífi, ef vér kynnum að þýða
þau. En til þess þyrftum vér að geta skynjað lífssvið, sem
vér fáum flest ekki annað en örlítil leiftur frá og stöndum
andspænis eins og fólk í svefni.
Ég hygg, að draumarnir mínir um svarta vagninn og
hestana f jóra hafi verið leiftur, sem mér voru send, tákn-
ræn leiftur frá hinum sírennandi straumi dularfullrar
þekkingar, þar sem allt er eitt: hið liðna, það sem er, og
hið ókomna.
./. A. þýddi eftir timaritinu TOMOItltOW, einu merk-
asta tímariti, sem nú er gefi'ö út um sálræn mál. Höf.
er kona, búsetl i Canada. Hún nolar dulnefni, en rit-
stj. límarilsins fékk hjá henni öll hin rétlu nöfn
þeirra, sem koma hér við sögu.
5