Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 20
14
MORGUNN
ilsfundi tjáðist hann vera kominn. Hann kvaðst hafa vei’-
ið leynilega heitbundinn stúlku, sem hann nefndi fullu
nafni, auk heimilisfangs hennar, og kvaðst óska þess, að
hún fengi til minningar um sig slifsisnæluna sína, í næluna
væri greypt perla.
Enginn viðstaddur kannaðist nokkuð við þetta, eða
yfirleitt að þessi stúlka væri til. Alllöngu síðar sendu
hernaðaryfirvöldin foreldrum unga mannsins eftirlátna
muni hans og plögg, sem hann hafði látið eftir sig. Þar
hafði hann skrifað um þessa stúlku og þá ósk sína, að
henni yrði send nælan sín með perlunni. Foreldrar unga
mannsins fóru að leita og fundu stúlkuna eftir heimilis-
fangi, sem í fórum hans fannst. Áður höfðu foreldrarnir
enga hugmynd haft um trúlofun sonarins.
Hvaðan var þetta komið ? Eru rök fyrir því að til mið-
ilsins hafi getað borizt fj arhrif um þetta frá lifandi
manni? Eða hvert átti undirvitund miðilsins að sækja
þessa vitneskju? Þegar slíkum tilgátum er varpað fram,
kemur mér stundum í hug það,sem próf. Þórður Sveinsson
sagði einhverju sinni um þær, að „menn mættu ekki vera
matvandir, ef þeim ætti að bragðast jafn illa soðinn og
ólystugur getgátugrautur“.
Eitt dæmi íslenzkt verð ég að fá að tilgreina, þótt mörg-
um yðar muni kunnugt.
Þegar síðasta aftaka hér á landi fór fram og þau Agnes
og Friðrik voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum árið 1830,
voru höfuð þeirra lögum samkvæmt sett á stangir öðrum
til viðvörunar. Höfuðin hurfu af stöngunum skömmu síð-
ar, og sú saga barst út, þótt lágt færi, að húsfreyjan á
Þingeyrum, Guðrún Ólsen, amma Bjöms prófessors, orð-
lögð mannúðarkona, hafi fengið vinnumann sinn einn —
eða tvo — á Þingeyrum til að taka ofan höfuðin með
leynd og grafa þau í Þingeyrakirkjugarði.
Þannig geymdist sagan með ættmennum Guðrú'nar
ólsen. Mér er kunnugt um það, því að Guðrún var lang-