Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 39
MORGUNN
83
á maimfræðina — anthropologíuna — og félagsfræðina
•— sociologíuna. Viðbrögð einstaklingsins fara ef til vill
í 99,9% tilfella eftir áhrifum frá daglegu efnislegu um-
hverfi hans, en allt í einu geti þessi lokaði hringur opnazt
sem snöggvast, t. d. í spilagetraun eins og hér hefur verið
lýst að framan, þegar móttakandinn hefur rétta úrlausn
mörg skipti í röð. Þetta bendir til þess að niðri í vitundar-
djúpinu sé hægt að komast í samband við allan tíma og
allt rúm, segir próf. G. M. — ég segi það ekki — og vitn-
eskju þaðan skjóti snöggvast upp á yfirborð einstaklings-
vitundarinnar. I slíku ástandi sé því ekki aðeins hægt að
greina í svip ýmislegt, sem gerist í fjarska, heldur og það,
sem gerist utan líðandi stundar, m. ö. o. í fortíð eða fram-
Uð, og skýri þetta skyggni aftur í tímann eða fram í
tímann, retrocognitio og precognitio. Sama gerist, þegar
lausn erfiðs viðfangsefnis, sem lengi hefur verið glímt við,
skýtur allt í einu upp í huga skálds, listamanns eða vísinda-
manns.
Prófessor Murphy telur þessa kenningu sína hvorki
sanna né afsanna tilveru eftir dauðann, en gerir ráð fyrir
að sá hluti veru okkar, sem lifa kann eftir líkamsdauðann,
muni þá komast í nánara samband við þetta heildarkerfi,
ef til vill renna að einhverju leyti saman við það, eða verða
hluti af öðru orkusviði en hér í lífi.
Mér virðist þessi orkusviðakenning varpa ljósi á ýmis-
Mgt, sem áður var í þoku. Það er alkunnugt, að ræðumað-
ur magnar ekki aðeins áheyrendur sína, heldur og þeir
liann, þar myndast orkusvið, eins og þegar rafstraum er
hleypt á segul. Þá er það alþekkt frá miðilsfundum, að psi-
fyrirbrigði gerast því frekar, sem hópurinn er samstillt-
ari, og söngurinn hefur sína þýðingu til að samstilla menn,
koma á innbyrðis orkusviði, bæði þar og við trúarlegar at-
hafnir. Frásagnir fornsagnanna greina frá líkum undir-
búningi, þegar fremja skyldi seið og sjá inn í framtíðina.
Sama er að segja um kirkjulegar athafnir, og fyrirheit
Krists um það að vera sjálfur mitt á meðal lærisveina
3