Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 39

Morgunn - 01.06.1961, Page 39
MORGUNN 83 á maimfræðina — anthropologíuna — og félagsfræðina •— sociologíuna. Viðbrögð einstaklingsins fara ef til vill í 99,9% tilfella eftir áhrifum frá daglegu efnislegu um- hverfi hans, en allt í einu geti þessi lokaði hringur opnazt sem snöggvast, t. d. í spilagetraun eins og hér hefur verið lýst að framan, þegar móttakandinn hefur rétta úrlausn mörg skipti í röð. Þetta bendir til þess að niðri í vitundar- djúpinu sé hægt að komast í samband við allan tíma og allt rúm, segir próf. G. M. — ég segi það ekki — og vitn- eskju þaðan skjóti snöggvast upp á yfirborð einstaklings- vitundarinnar. I slíku ástandi sé því ekki aðeins hægt að greina í svip ýmislegt, sem gerist í fjarska, heldur og það, sem gerist utan líðandi stundar, m. ö. o. í fortíð eða fram- Uð, og skýri þetta skyggni aftur í tímann eða fram í tímann, retrocognitio og precognitio. Sama gerist, þegar lausn erfiðs viðfangsefnis, sem lengi hefur verið glímt við, skýtur allt í einu upp í huga skálds, listamanns eða vísinda- manns. Prófessor Murphy telur þessa kenningu sína hvorki sanna né afsanna tilveru eftir dauðann, en gerir ráð fyrir að sá hluti veru okkar, sem lifa kann eftir líkamsdauðann, muni þá komast í nánara samband við þetta heildarkerfi, ef til vill renna að einhverju leyti saman við það, eða verða hluti af öðru orkusviði en hér í lífi. Mér virðist þessi orkusviðakenning varpa ljósi á ýmis- Mgt, sem áður var í þoku. Það er alkunnugt, að ræðumað- ur magnar ekki aðeins áheyrendur sína, heldur og þeir liann, þar myndast orkusvið, eins og þegar rafstraum er hleypt á segul. Þá er það alþekkt frá miðilsfundum, að psi- fyrirbrigði gerast því frekar, sem hópurinn er samstillt- ari, og söngurinn hefur sína þýðingu til að samstilla menn, koma á innbyrðis orkusviði, bæði þar og við trúarlegar at- hafnir. Frásagnir fornsagnanna greina frá líkum undir- búningi, þegar fremja skyldi seið og sjá inn í framtíðina. Sama er að segja um kirkjulegar athafnir, og fyrirheit Krists um það að vera sjálfur mitt á meðal lærisveina 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.