Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 52
46
MORGUNN
við trúum því, að þetta sé hvorki marklaus helgisögn, né
heldur einhver algjörlega einstæður atburður eða krafta-
verk, sem gerzt hafi gagnstætt lögmálum tilverunnar.
Enda einskorðar Jesús engan veginn fullyrðinguna um
framhaldslífið við sjálfan sig eingöngu. Hann segir ekki
aðeins: Ég lifi. Hann segir: Og þér munuð lifa. Við spírit-
istar erum sannfærðir um, að þessi orði séu sönn og að
framhaldslífið og samband hinna látnu við þá, sem lifa, sé
staðreynd, sem hver hugsandi maður verði að taka gilda
og beygja sig fyrir, hvort sem honum er það ljúft eða
leitt, hvort sem við kunnum að telja framhaldslíf æski-
legt eða ekki. Og þessi afstaða okkar er ekki fyrst og
fremst persónulegt trúaratriði, heldur sannfæring, studd
af reynslu kynslóðanna fram til þessa dags og styrkt af
rannsóknum hinna færustu manna — og sumra þeirra
heimsfrægra vísindamanna — á sálrænum fyrirbærum, á
því sem þeir sjálfir hafa heyrt og séð og orðið vottar að
hvað eftir annað og orðið að viðurkenna að ætti sér stað,
þrátt fyrir alla þá nákvæmni í rannsókn og varfærni í
fullyrðingum, sem raunvísindamenn beita og telja sér
skylt að beita í starfi sínu.
Enda þótt trú á framhaldslíf í einhverri mynd, sé svo
að segja jafngömul mannkyninu eins og fornleifarannsókn-
ir hafa sýnt og sannað, enda þótt guðspjöllin votti, að
Kristur hafi sýnt sig hvað eftir annað lifandi eftir líkams-
dauðann, og enda þótt síendurtekin reynsla mannanna
fram til þessa dags styðji þetta sama, þá er hér um svo
þýðingarmikið atriði að ræða, að það er ekki aðeins ómaks-
ins vert, heldur beinlínis skylda hvers hugsandi manns,
að reyna að fá úr því skorið, hvort framhaldslífið sé raun-
veruleiki eða ekki. Og um það verður ekki gengið úr
skugga nema með ítarlegri rannsókn, ekki aðeins á hinum
sálrænu fyrirbrigðum sjálfum, heldur einnig á hinum
margslungnu þáttum alls sálarlífs okkar mannanna.
Að þessum rannsóknum hafa sálarrannsóknafélögin
víðsvegar um lönd unnið og eru að vinna, auk annarra