Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 75
MORGUNN
69
New-York og þar hófst mehrkilegt samstarf þessara
þriggja manna. Lyon læknir dáleiddi Davies en séra Fish-
bough skrifaði samvizkusamlega hvert orð, sem hann tal-
aði í dásvefninum. Vafalaust gengu allir þessir þrír menn
að starfi sínu með hinni mestu alvöru. Og ekki vakti fyrir
þeim fjárhagsvon, því að engan eyri þágu þeir nokkurs-
staðar að fyrir hina miklu vinnu sína og langur tími leið
svo að ekki var almenningi birt eitt orð um þetta starf.
Þeir voru allir sannfærðir um, að þeir væru að vinna dýr-
mætt starf, og meðvitund þess, að vera í þjónustu æðri
máttarvalda, virðist ein hafa ráðið athöfnum þeirra. Þeir
litu á starf sitt sem heilaga þjónustu og virðast allir hafa
verið hinir grandvörustu menn.
Dr. George Bush, háskólakennari í hebresku, var einn
þeirra fáu manna, sem fengu að koma að þessum tilraun-
um þremenninganna og hlusta á trans-ræður Davies. Um
þær farast honum orð á þessa leið:
„Hátíðlega lýsi ég yfir því, að ég hefi heyrt Davies tala
hreina hebresku og sýna svo mikla þekkingu í jarðfræði,
að furðuleg hefði verið um mann á hans aldri, jafnvel þótt
hann hefði lagt stund á þá fræðigrein árum saman. Ég
hefi heyrt hann rökræða með furðulegri leikni hin erfið-
ustu vandamál sögulegrar og biblíulegrar fornfræði, goða-
fræði, uppruna og skyldleika tungumálanna og uppruna
og þróun menningarinnar í hinum ýmsu löndum jarðar.
Rökræður hans — í dásvefni — um þessi efni hefðu verið
samboðnar hverjum lærdómsmanni aldarinnar, sem hefði
haft aðgang að öllum bókasöfnum kristninnar. Þó Davies
hefði varið þessum tveim árum ævi sinnar, síðan hann
hvarf frá skósmíðabekknum sínum, já, ævi sinni allri, til
þess að læra það, sem fram kemur í ræðum þeim, sem
hann flytur, myndi ekkert þeirra undrabama, sem fram
hafa komið í heiminum, geta jafnast á við hann. Og þó
hefur hann ekki lesið eina einustu bók um þessi efni, —
já, meira en það, ekki eina blaðsíðu“.
Andrew Jackson Davies var, eins og áður segir, gersam-