Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Page 75

Morgunn - 01.06.1961, Page 75
MORGUNN 69 New-York og þar hófst mehrkilegt samstarf þessara þriggja manna. Lyon læknir dáleiddi Davies en séra Fish- bough skrifaði samvizkusamlega hvert orð, sem hann tal- aði í dásvefninum. Vafalaust gengu allir þessir þrír menn að starfi sínu með hinni mestu alvöru. Og ekki vakti fyrir þeim fjárhagsvon, því að engan eyri þágu þeir nokkurs- staðar að fyrir hina miklu vinnu sína og langur tími leið svo að ekki var almenningi birt eitt orð um þetta starf. Þeir voru allir sannfærðir um, að þeir væru að vinna dýr- mætt starf, og meðvitund þess, að vera í þjónustu æðri máttarvalda, virðist ein hafa ráðið athöfnum þeirra. Þeir litu á starf sitt sem heilaga þjónustu og virðast allir hafa verið hinir grandvörustu menn. Dr. George Bush, háskólakennari í hebresku, var einn þeirra fáu manna, sem fengu að koma að þessum tilraun- um þremenninganna og hlusta á trans-ræður Davies. Um þær farast honum orð á þessa leið: „Hátíðlega lýsi ég yfir því, að ég hefi heyrt Davies tala hreina hebresku og sýna svo mikla þekkingu í jarðfræði, að furðuleg hefði verið um mann á hans aldri, jafnvel þótt hann hefði lagt stund á þá fræðigrein árum saman. Ég hefi heyrt hann rökræða með furðulegri leikni hin erfið- ustu vandamál sögulegrar og biblíulegrar fornfræði, goða- fræði, uppruna og skyldleika tungumálanna og uppruna og þróun menningarinnar í hinum ýmsu löndum jarðar. Rökræður hans — í dásvefni — um þessi efni hefðu verið samboðnar hverjum lærdómsmanni aldarinnar, sem hefði haft aðgang að öllum bókasöfnum kristninnar. Þó Davies hefði varið þessum tveim árum ævi sinnar, síðan hann hvarf frá skósmíðabekknum sínum, já, ævi sinni allri, til þess að læra það, sem fram kemur í ræðum þeim, sem hann flytur, myndi ekkert þeirra undrabama, sem fram hafa komið í heiminum, geta jafnast á við hann. Og þó hefur hann ekki lesið eina einustu bók um þessi efni, — já, meira en það, ekki eina blaðsíðu“. Andrew Jackson Davies var, eins og áður segir, gersam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.