Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 61
M O R G U N N
55
Frú Perriman var miðill fyrir beinar raddir. Meðan hún
var í transi, heyrðust raddir tala í herberginu óháðar
henni, að því er bezt varð vitað.
Á fundi hjá frú Perriman sagði rödd í herberginu: „Ég
vil ná sambandi við Nóru, ég er Nic. „Á fundinum voru
meðal gesta kona nokkur, frú Edith Wynne Mitchell frá
Shrewsbury, og dóttir hennar, sem hét Nóra. Dóttirin
svaraði, að hún hefði aldrei þekkt nokkum Nic. Röddin
svaraði: „Jú, góða mín, víst hefur þú gert svo, ég er Nicol,
bróðir hennar Wynne Jones, mömmu þinnar.“
Frú Edith Wynne Mitchell skrifar um þetta atvik:
Jones var ættamafn mitt áður en ég giftist, en nú var
ég búin að vera gift í 30 ár. Ég er aldrei kölluð Wynne,
alltaf kölluð fyrra skírnamafni mínu, Edith.“ Frúin hafði
aldrei þekkt þennan bróður sinn í lifanda lífi, með því að
hann hafði dáið fimm árum fyrr en hún fæddist. Næst
nefndi „Nic“ nöfn annarra meðlima fjölskyldunnar, sem
látnir voru, en með þeim hætti, að hann kallaði þetta fólk
einmitt þeim nöfnum, sem það hafði raunar verið skírt
sem öðru eða þriðja nafni, en voru aldrei notuð í fjöl-
skyldunni. Hann kvaðst vera að reyna með þessu móti að
sýna þeim fram á, að miðillinn sækti þetta ekki í vitund
frúarinnar eða dóttur hennar. Væri svo, hefði látna fólkið
auðvitað verið nefnt með þeim nöfnum, sem fjölskyldan
notaði.
Nokkuð kemst þetta í áttina, en fullnægjandi er það
ekki.
I tilraunaherbergi miðilsins Harolds Sharps í London
eru tvær englamyndir skornar í tré. Þessar myndir eru
vinargjöf til hans frá móður nokkurri, sem hann sann-
fæi'ði með miðilsgáfu sinni um það, að dætur hennar tvær,
tvíburar, lifðu þótt látnar væru.
Telpurnar höfðu báðar andazt úr mislingafaraldri. For-
eldrarnir voru óhuggandi. Móðirin var brotin af sorg.