Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Síða 82

Morgunn - 01.06.1961, Síða 82
76 MORGUNN bundið, að fá hana mér til hjálpar, þ. e. a. s. líkama mín- um í rúminu. Ég sá, að hún brá sér fram úr rúminu, hljóp út að glugganum og opnaði hann, eins og hún væri að fram- kvæma síðustu óskir sjálfs mín áður en ég gerði henni þó aðvart. Því næst sá ég hana fara út úr herbergi sínu, koma inn í herbergi mitt og fálma sig áfram þangað, sem líkami minn lá. Það var eins og snerting hennar ylli því að hið andlega sjálf mitt hvarf aftur til bústaðar síns, inn í lík- amann. Ég vaknaði nú með skrælþurrar kvei’kar, verki í gagnaugunum og örðugan andardrátt. Mér fannst eins og hjartað ætlaði að springa í brjósti mér. Ég get fullvissað þig um það, lesandi góður, að fram að þessum tíma hafði ég hvorki heyrt spíritiskra fyrirbrigða getið né um vitaða tilvist utan jarðneska líkamans. Það er því algerlega útilokað, að hér hafi getað verið um að ræða sjálfskapaða ímyndun mína. Um draum getur ekki heldur verið að ræða. Mér er full- ljóst, hve endurminningar mínar frá þessari einkennilegu reynslu eru gjörólíkar endurminningum mínum úr draum- um, og hve skynjun mín þaraa var á allt annan veg. Sann- leikurinn er sá, að er ég rif ja upp þessar skýru endurminn- ingar frá þessari reynslu minni utan líkamans, þá bregður þar hvergi fyrir því óljósa kenndarskyni, sem einkennir skynjanir manna á mörkum veruleika og óveruleika og allir þekkja úr draumlífinu. Og ennfremur vil ég taka fram, að aldrei hefi ég átt eins skýra meðvitund um persónulega tilvist mína eins og ég átti þama, þegar ég var utan jarðneska líkamans. Ég spurði móður mína ýtarlega, rétt eftir að þetta kom fyrir. Hún staðfesti, að hún hefði fyrst opnað gluggann á sínu herbergi, því að sér hefði fundizt hún sjálf vera að missa andann, áður en hún kom mér til hjálpar. Sú stað- reynd, að ég hafði séð athafnir hennar gegn um vegginn samtímis því, að líkami minn lá meðvitundarlaus í rúm- inu, útilokar algerlega tilgátuskýringuna um ofsjónir og martröð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.