Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 84
78
MORGUNN
léttan og frjálsan, líkt og hann væri snertanleg hugsun,
fær um að svífa að eigin ósk með leifturhraða um lög og
loft. Þá er og athyglisvert, að með einbeitingu hugans fær
hann vakið móður sína og að það bjargar honum frá yfir-
vofandi dauða.
Úr blöðum EINARS LOFTSSONAR
★
Reynsla, sem huggar
★
Mjög margt fólk verður fyrir sálrænni reynslu, sem
ástæða væri til að vottfesta og birta, en er of persónuleg
til þess, að þeir, sem fyrir henni verða, vilji láta hana opin-
berlega uppi. Oft hefur fólk sagt mér reynslu, sem ákjós-
anlegt hefði verið að láta Morgun flytja, en varð að liggja
í láginni af þessum orsökum. Með þessa hluti verður að
fara varlega.
í starfi sínu verður presturinn margs vísari, og einkum
er það í sambandi við dauðsföll, að margt ber á góma, sem
sýnir að sálræn reynsla er býsna tið. Að sjálfsögðu gætir
presturinn þagnarskyldu sinnar og lætur ekki uppi það,
sem á góma ber, nema sérstakt leyfi komi til. Það leyfi hefi
ég ekki til að birta frásögn þá, sem hér fer á eftir, hefi
ekkert samband við konuna, sem sýnina sá, haft um ára-
bil. En hitt veit ég, að henni var hugleikið að aðrir fengju
að vita um þann atburð, sem henni varð sjálfri uppspretta
mikillar huggunar, og þess vegna tel ég mig hafa leyfi til
að segja frá.
Fyrir nokkrum árum andaðist kornungur, þýzkur vís-
indamaður í óbyggðum Islands, en þar dvaldist hann einn
við rannsóknir sínar. Hann veiktist í tjaldi sínu, en vegna
þess að ekki átti að sækja hann fyrr en nokkrum dögum