Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 58
52
M O R G U N N
jnnan skamms að sitja hjá hinum fræga miðli, frú G. 0.
Leonard. Árangurinn fór fram úr djörfustu vonum prests-
ins. Hann sat fund eftir fund með frú Leonard og Bobbie
kom fram með fjölda af orðsendingum til fósturforeldra
sinna, sem geymdu mikið sönnunargildi. Hann sagði frá
mörgu, sem hann hafði haft skemmtun af. Hann nefndi
fjölda af staðanöfnum og gatnaheitum, sem hvorki miðlin-
um né séra Drayton Thomas var hið minnsta kunnugt um.
Hann lýsti mjög óvenjulegri Ijósmynd, sem hann sagði
að til væri af sér heima, þar sem hann væri klæddur í
grímubúning, er hann hafði borið á dansleik skömmu áður
en hann dó.
Mest sannanagildi hafði það, er hann sagði frá, hvernig
hann smitaðist af sjúkdómi þeim, er hann dó úr. Þau atriði
voru með öllu ókunnug fósturforeldrum Bobbies og fjöl-
skyldu, þegar presturinn fékk orðsendingar um það hjá
miðlinum. En með mikilli fyrirhöfn og í nokkrum áföng-
um tókst hr. Hatch að ganga úr skugga um, að allt hafði
raunverulega verið eins og miðilsorðsendingin sagði. 1
skrifstofu heilbrigðismálastjórnarinnar í Brierfield fékk
hr. Hatch endanlega staðfestingu á málinu.
Hér var ekki aðeins um það að ræða, að ekki gat vitn-
eskjan verið tekin úr huga fundargestsins, prestsins, sem
nálega ekkert vissi um drenginn. Hér komu upplýsingar
um smitun hans, sem fósturforeldrar hans höfðu ekki haft
hugmynd um, en reyndust við nána eftirgrennslan að vera
réttar.
Verður þessi staðreynd skýrð sem fjarhrif?
Margery Lawrence, sem er vinsæll skáldsagnahöfundur
og hefur auk þess ritað allmikið um sálræn efni, segir úr
reynslu sinni sögu, sem ekki verður séð, hvernig skýra
beri með fjarhrifatilgátu.
í enska vikublaðinu Psychie News birti hún frásögu
sína. Með vinkonu sinni, sem var æði vantrúuð á sálræn