Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 53

Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 53
M O R G U N N 47 sálfræðinga og sálsýkisfræðinga. Um þessi mál er þegar búið að safna ógrynni gagna og að rannsóknum hefur ver- ið unnið af mikilli elju, kostgæfni og nákvæmni. Um það er ekki tími til að ræða hér. En þessar rannsóknir hafa þegar leitt til þess, að fyllilega er sannað, að hin svonefndu sálrænu fyrirbæri gerast í raun og veru. Þau eru stað- reynd, sem enginn heilvita maður getur lengur leyft sér að efast um. Um hitt er aðeins deilt, hvort eða að hve miklu leyti fyrirbærin stafi frá framliðnum mönnum, séu sönnun þess, að látinn lifir og geti haft samband við vini sína hér, þegar viss skilyrði eru fyrir hendi. Niðurstaða rannsóknanna er þessi, að svo að segja allir, sem lengst og bezt hafa rannsakað þessi fyrirbæri, eru á einu máli um það, að langsamlega eðlilegasta og sennilegasta skýr- ingin á fyrirbærunum sé sú, að þau stafi frá framliðnum mönnum. Sumt kunni að mega skýra á annan veg, en sumt, og harla margt, sé þannig, að engum öðrum viðhlít- andi skýringum verði þar við komið. Af þessu er Ijóst, að þegar hefur stórfenglegum áfanga verið náð, þótt margt sé enn ókannað. Nú er svo komið, að hver sem á annað borð vill kynna sér þessi mál af alúð og fordómalaust, fær ekki undan því komizt, að framhaldslífið sé ekki aðeins sennilegt, heldur jafnvel betur og tryggilegar sannað, en margt það, sem við nú teljum hafið yfir allan efa. 1 því efni er það ekki fyrst og fremst hin einstöku dæmi, heldur hin mikla mergð vottfestra atriða, sem öll benda eins og beittar örvar í eina og sömu átt, sem úrslitunum veldur. Gildi sálarrannsóknanna er að mínu viti í því fólgið, að þær með hverju ári sem líður, eru með sterkari og fleiri i'ökum að leið í ljós þann sannleika, sem fólginn er í þeirri íornu sögn, sem ég áðan sagði, að guðsneistinn er fólginn í brjósti mannsins sjálfs, að líf hans er ekki „hverfandi ský á hveli fleygra stunda“, heldur á hann eilífðareðlið í sér varandi. Og sú vissa á og mun ekki aðeins veita hon- um nýja lífsfylling þegar í þessu jarðlífi, heldur vekja honum aukna bjartsýni — en leggja honum um leið á herð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.