Morgunn - 01.06.1961, Blaðsíða 68
62
MORGUNN
Svarti vagninn boðar enn óvæntan dauða
Ég fylgdi fyrirskipun og eins og rann gegn um húsvegg-
ina, unz ég stóð við rúm. í hálfrökkrinu sá ég nákvæm-
lega hið föla andlit mannsins, sem í rúminu lá. Á leið
minni þaðan gegnum dagstofuna sá ég greinilega, hvernig
húsbúnaðinum var þar fyrir komið, og sérstaka athygli
mína vakti veggfóðrið, sem var prýtt gulleitum hörpum.
I vikunni átti ég von á handverksmönnum til þess að
setja upp fyrir mig síma, og þar sem ég var í skrifstof-
unni á daginn, gerði ég ráð fyrir, að frú Spierel myndi
hleypa mönnunum inn í íbúð mína, þótt ég væri ekki sjálf
heima. Áður en vikan leið, gafst mér tækifæri á að tala
við hana.
Óðara og ég kom inn í dagstofu hennar, varð mér ljóst,
að þangað hafði ég komið áður. Veggfóðrið þekkti ég með
gulleitu hörpunum. Meðan við vorum að tala saman, kom
dr. Spierel inn í stofuna. Þar þekkti ég óðara, að maðurinn
í draumi mínum var kominn.
Það sem draumurinn hafði boðað, varð mér þó ekki
ljóst fyrr en fregnirnar bárust mér á næsta degi. Dr.
Spierel hafði dottið niður, dauður úr hjartaslagi, er hann
var að stíga upp í strætisvagn.
Draumurinn kemur enn
Ég giftist í des. 1952. Og þá liðu tvö ár svo að draum-
urinn lét mig í friði. En árið 1954 dreymdi mig enn svarta
vagninn, og þá boðaði draumurinn andlát eins af vinum
mannsins míns. Ég þóttist aka í svarta vagninum upp að
sveitasetri, í umhverfi, sem mér var allsendis ókunnugt.
f framstofu hússins, rétt við myndskreyttan gluggann
var ótrúlega stórt rauðviðar-kaffiborð, eins og veizluborð
á stærð. Veggurinn andspænis borðinu var bókstaflega hul-
inn geysistóru, gamaldags eldstæði.