Morgunn - 01.06.1961, Side 69
M O R G U N N
63
Ég leið í gegn um herbergin, unz ég kom í barnaher-
bergið. Þar sá ég hávaxna, unga konu beygja sig grátandi
yfir tómt barnsrúm. Sjálf varð ég slegin sorg, en konan
virtist hvorki heyra mig né sjá.
Þegar þetta var, hafði ég enn aldrei ekið um San Joakin-
dalinn, en skömmu eftir að mig dreymdi drauminn í þetta
sinn fór ég í ökuferð til Modesto með manni mínum og
vinafólki. Úti á landinu ókum við upp að sveitasetri. Hjón-
in, sem þarna átti að heimsækja, voru sérkennileg, bæði
bæði voru þau hávaxin, og allt hjá þeim snerist um litlu
stúlkuna þeirra, Sharon, sem var þriggja ára gömul.
Þetta var heitur dagur, en allt í einu setti að mér helj-
arkulda. Það var sem um mig stæði kaldur stormur. Ég
hafði óðara þekkt, að unga frúin, Marg Johnson, var há-
vaxna konan í draumi mínum, sem staðið hafði við auða
barnsrúmið. Eins og þau sæju, hvað mér leið, tóku þau
öll að tala um tómstundaiðju húsbóndans, Mel Johnsons,
að smíða húsgögn. Hið geysistóra rauðviðar-kaffiborð and-
spænis myndskreytta glugganum, væri eitt af meistara-
verkum hans. Vegginn andspænis borðinu huldi hin geysi-
stóra eldstó.
Ég barðist fyrst við að halda aftur af tárunum, sem
komu í augu mér. Ég varð að gefast upp við það, en gat
engum skýrt frá, hvers vegna ég hagaði mér svona. Ó-
kunnu fólki myndi þykja saga mín hlægileg. Sú saga var
löng, og hún náði langt aftur í tímann.
Einhver þarna gaf mér aspirín-skammt og fór með mig
áleiðis að svefnherbergjunum, svo að ég gæti hvílt mig.
„Nei, — ekki hérna! Við förum þessa leið!“ var sagt,
en ég hafði álpazt inn í barnaherbergið.
Ég hafði aðeins hitt Johnsonshjónin einu sinni, svo að
mér þótti afar leitt að láta þau sjá þetta háttalag mitt í
heimili þeirra.
í desember þessa árs bárust mér fréttir! Marg Johnson
hafði misst nýfætt barn sitt, og hjónin höfðu því nær einn-