Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 41
MORGUNN
35
settu fram þá skoðun, að við sálrænar lækningar þyrfti
ekki að vera um að ræða suggestion, heldur hitt, að shin
læknisins verkaði beint á taugakerfi sjúklingsins. Það
getur verið, segja þeir, að vöxtur og græðsla fari ekki
eingöngu eftir eðlisfræðilegum atburðum innan líkamans
sjálfs, heldur komi hvötin til þess frá shininu, og sama
er að segja um holdganafyrirbrigði á miðilsfundum, sem
höfundarnir telja, að allmiklar sannanir séu fyrir. Ekki
vilja þeir fullyrða neitt um það til eða frá, hvort shiniö
lifi áfram eftir dauðann sem sjálfstæður veruleiki.
Þá hafa prófessorarnir Broad í Cambridge og Price í
Oxford nýlega sett fram þá tilgátu, að telepatisk áhrif
milli einstaldinga séu alltaf að verki, þótt menn taki ekki
eftir þeim nema stöku sinnum vegna þess, að athyglin sé
beind að efnislega umhverfinu. Þegar við erum uppteknir
af einhverju starfi, andlegu eða líkamlegu, þá tökum við
ekki eftir fjölda áhrifa frá umhverfinu, þótt þau kunni
að vera móttekin af undirvitundinni, geymast þar og ef
til vill skjóta síðar upp. Þetta er í samræmi við þá kenn-
ingu heimspekingsins og Nobelsverðlaunamannsins Henry
Bergson á sínum tíma, að heilinn væri ekki aðeins tæki til
að taka á móti skynjunum, heldur og til að útiloka skynj-
anir eða vinsa þær einar úr, sem koma okkur að haldi við
það, sem við erum að hafast að. Það er alkunnugt, að menn,
sem engan áhuga hafa fyrir óvenjulegum sálrænum fyrir
brigðum, verða þeirra sjaldan eða ekki varir. Þeir hafa hug-
ann eingöngu við efnisheiminn og hafa letrað yfir inn-
göngudyr vitundar sinnar: óviðkomandi bannaður aðgang-
ur. Heili þeirra verður eins og varðhundur, sem glefsar í
þá, sem honum geðjast ekki að, og hrekur þá burt.
Prófessor Price hefur varpað því fram, að ef til vill
kunni að vera til eitthvert millistig milli efnis og anda,
en sú hugsun hafði einnig gert vart við sig hjá Myers og
einum fyrrverandi forseta sálarrannsóknafélagsins, próf-
essor Mace, sem kallaði það psychiskan ether, þessi skoð-
un kemur líka fram í indverskri dulspeki, og sumir spírit-