Morgunn


Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 62

Morgunn - 01.06.1961, Qupperneq 62
56 MORGUNN Nokkrum mánuðum eftir andlát barnanna las móðirin ein- hversstaðar um það, að látinn Lundúna-prestur hefði g-et- að talað við systur sína á fundi hjá H. Sharp. Tafarlaust skrifaði móðirin miðlinum, bað hann um fund, en varaðist að gefa nokkrar upplýsingar um sig og ástæðu þess, að hún sæktist eftir fundinum. Hún fékk fundinn. Stjórnandi miðilsins sagði henni frá tvíburadætrunum hennar í andaheiminum, sagði að önnur þeirra væri mjög björt og ljóshærð, hin dökkhærð með rós- rauðar kinnar. Hann sagði, að litlu stúlkurnar væru harm- þrungnar yfir því, að móðir þeirra gerði sér ekki ljóst, að þær væru lifandi enn. I sönnunarskyni flutti hann móður- inni hárrétta orðsendingu um, hvað gerzt hefði heima hjá henni daginn áður en hún fór til Lundúna til þess að sitja þennan fund. Einnig flutti hann henni hárrétt skilaboð litlu dætranna um það, sem gerzt hafði heima skömmu áður en þær veiktust. Móðirin játaði þessu, en átti samt mjög erfitt með að trúa því, að þarna væru litlu stúlkurn- ar hennar. Þá sagði stjórnandinn, að með hjálp telpnanna ætlaði hann að reyna að færa henni sterkara sönnunar- gagn fyrir því, að þær væru enn lifandi sem fyrr. Hann sagði: „Þegar þér komið heim, skuluð þér ganga rakleiðis að bókaskápnum yðar, þeim háa. Yzta bókin í annarri hillu er græn og með gyllingu. Flettið upp á bls. 115. Hvergi í öllum þeim mörgu bókum, er þér eigið, getið þér fundið blaðsíðu, sem er í nánara sambandi við telp- umar yðar.“ Á fundinum gat móðirin ekki komið því fyrir sig, hvaða bók þetta væri. En fáum dögum síðar skrifaði hún Harold Sharp: „Því meira sem ég les bls. 115 í bókinni, þess sannfærð- ari verð ég um, að telpurnar mínar hafa sjálfar innblásið stjómandann yðar til þess að hjálpa mér.“ Þegar heim kom, hafði konan gengið rakleiðis að bók- inni, sem henni hafði verið bent á. Á bls. 115 var ljóð eftir Thomas Hood og hét ljóðið: „Til Jane“. En nafn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.