Morgunn - 01.06.1961, Side 31
MORGUNN
25
þeim í verk þarf auk verklegrar þekkingar að hafa hug-
myndaflug og þrívíddarskyn.
Aðalsmerki mannsins hefur aldrei verið það að hafa
beittari vígtennur, hvassari klær og fimari líkama en
önnur dýr, heldur þrá hans eftir því að finna skýringu á
fyrirbrigðum tilverunnar, þar með talið sjálfum sér. Gyð-
ingar leituðu hennar í andlegu sambandi við höfund lífs-
ins, Grikkir eftir leiðum rökvísrar hugsunar, náttúruskoð-
endur allra alda með athugun og samanburði á margvís-
legum ytri fyrirbærum tilverunnar. Oft hefur verið villu-
gjarnt á þessum leiðum öllum, en þó skilað fram.
Efnishyggja 19. aldarinnar, sem hafði verið borin fram
af Moleschott, Voigt, Búchner og mörgum fleirum nátt-
úrufræðingum, en boðuð fáfróðum almenningi af Huxley,
Herbert Spencer og Háckel, virtist hafa fundið hina réttu
leið til lausnar á öllum ráðgátum lífsins í lok aldarinnar.
Það vakti jafnvel gremju og harðar deilur, þegar hinn
frægi lífeðlisfræðingur du Bois-Reymond hélt því fram
fyrir 90 árum, að um það, hvað efnið og orkan væri í raun
og veru, og það hvemig efnið færi að því að hugsa, yrðu
vísindin að segja hreinskilnislega „ignorabimus", við mun-
um aldrei vita. Voigt sem hafði hiklaust fullyrt, að heilinn
gæfi frá sér hugsanimar á alveg sama hátt og lifrin gallið
eða nýrun þvagið! Jafn ágætur vísindamaður og uppfinn-
ingamaður og eðlisfræðingurinn William Thomson, sem
aðlaður var undir heitinu Kelvin lávarður, hélt því fram,
að atomin væru glerharðar og þéttar agnir, sem sveifl-
uðust um í ethernum eða ljósvakanum, og etherinn, sem
fyllti allan himingeiminn, væri vafalausasta staðreynd
mannlegrar reynslu. Hann staðhæfði einnig, að hugsana-
flutningur og fjarskynjanir hvers konar væru sprottnar
af lélegri athugun, oft blandaðri vísvitandi blekkingum,
sem hafðar væru frammi við hrekklaust fólk. Vísindamenn
Viktoríualdarinnar voru ekki í vafa um, að Kelvin lávarður
hefði á réttu að standa. Tilveran var í sannleika eins og
vel smurð vél, tiltölulega einföld að gerð og auðveld í